Kvennafans í borgarmálum Samfylkingarinnar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir Skv. fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar er hann nú aðeins skipaður konum í fæðingarorlofi Dags B. Eggertssonar, leiðtoga flokksins. Hefur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, nú tekið tímabundið við leiðtogahlutverkinu. Það hefur víst ekki gerst síðan á dögum kvennaframboðs og kvennalista að aðeins konur skipi að öllu leyti sæti af hálfu eins framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur á sama tíma.

Steinunn Valdís fær því aftur, þó tímabundið sé, aftur leiðtogahlutverk í borgarmálunum. Hún var í því erfiða hlutskipti fyrir ári að vera borgarstjóri alla kosningabaráttuna vitandi að hún yrði ekki á þeim stóli áfram. Hafði aðeins Egill Skúli Ingibergsson, embættismaður á borgarstjórastóli í vinstristjórninni 1978-1982, lent í því hlutskipti, en hann var auðvitað aldrei stjórnmálamaður og því fékk embættið á sig talsvert annan blæ þegar að Davíð Oddsson tók við af honum.

Það hlýtur að hafa verið sárt fyrir Steinunni Valdísi að hafa ekki fengið tækifæri til að leiða flokkinn í fyrra og hafa tapað leiðtogaslagnum fyrir Degi þó sennilega hafi áfall Stefáns Jóns orðið meira, en hann er nú staddur í Namibíu í þróunarverkefni til tveggja ára. Það vakti athygli mína þegar að Steinunn Valdís var sýnd í Kastljósviðtali í júní í fyrra á síðustu dögum sínum á borgarstjórastóli að pakka niður á borgarstjóraskrifstofunni að hún sagðist aðspurð án þess að blikna hefði náð betri úrslitum í kosningunum en Dagur.

Nú fær hún kastljós fjölmiðlanna á sig aftur sem leiðtogi Samfylkingarinnar tímabundið í borgarstjórn. Hún er reyndar í þingframboði og skipar fjórða sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Ef marka má nýjustu kannanir Gallups kemst hún ekki á þing og er fjarri því, enda mældist Samfylkingin aðeins með fjögur þingsæti í báðum borgarkjördæmunum síðast, tvö í hvoru. Það yrði varla metið sem góður árangur.

mbl.is Fjórar konur í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, litlu verður Vöggur feginn. Eitthvað hefur nú Valentínus farið vitlaust ofan í Sjallana og þeir eru við það að kafna.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband