Glæsilegur sigur Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff
Ólafur Ragnar Grímsson hefur unnið glæsilegan og traustan sigur í forsetakosningunum. Sigurinn er sögulegur. Ólafur Ragnar verður fyrsti forsetinn í lýðveldissögunni sem situr fimmta kjörtímabilið. Þetta er mikill persónulegur sigur Ólafs Ragnars, einkum vegna þess að honum var sótt af mikilli hörku. Framan af stefndi í að atlagan að Ólafi Ragnari heppnaðist, en með vel skipulagðri og markvissri kosningabaráttu sneri forsetinn vörn í sókn og hlaut meirihlutastuðning í kosningunni.

Sama hversu vel Þóra Arnórsdóttir og stuðningsmenn reyna að bera sig duldist engum hversu mikið var á sig lagt í baráttunni. Á bakvið það framboð voru öfl sem vildu hefndir vegna þess að forsetinn spurði þjóðina í Icesave-málinu og fór eigin leiðir þegar vinstrimenn lögðu sig undir og töpuðu stórt í miklu átakamáli.

Ég neita því ekki að það eru vonbrigði að kjörsókn var ekki betri. Hvort þar réði að botninn fór úr kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar leið á vikuna og fólk var visst um traustan sigur forsetans er erfitt um að spá. Kosningarétturinn er mikilvægasta lýðræðislega verkfæri okkar og hann verðum við alltaf að nýta.

En úrslitin eru ljós. Það er alveg sama hvernig við reynum að snúa hlutum á hvolf, þeir verða alltaf eins. Sigur forsetans er staðreynd og hann hefur stuðning eftir þessa atlögu.

Ég óska Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaieff innilega til hamingju með kjörið. Það leynist engum eftir þessa kosningu að þau eiga stuðning og virðingu stórs hluta þjóðarinnar.


mbl.is Ólafur Ragnar ótvíræður sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Stefán Friðrik ég tek heilshugar undir orð þín og fagna því að Hr.Ólafur Ragnar náði þessu endurkjöri.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.7.2012 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband