Mikilvægi endurnýjunar og uppstokkunar

Nú líður að alþingiskosningum. Pólitískur hiti magnast og augljós merki um upphaf kosningabaráttunnar liggja í lofti. Enn og aftur hriktir í stoðum veikburða vinstristjórnar sem hefur verið minnihlutastjórn um langt skeið og lifir aðeins fyrir völdin. Gömul kosningaslagorð frá árinu 2009 hljóma eins og brandari nú. Margt hefur breyst og mikil þörf á endurnýjun og gagngerri uppstokkun í íslenskum stjórnmálum.

Flest bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi pálmann í höndunum í upphafi kosningabaráttunnar. Ekki kemur það að óvörum. Nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki vopnum sínum og ráðandi stöðu við þessar aðstæður er vandséð hvenær hann fær betra tækifæri til að ná góðri kosningu. Fjölmargir þeirra sem treystu vinstriflokkunum fyrir atkvæði sínu fyrir rúmum þremur árum eru vonsviknir og líta í aðrar áttir, skiljanlega.

Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að vera trúverðugur valkostur í þingkosningum nú þarf að tryggja að prófkjör fari fram í öllum kjördæmum og gagnger uppstokkun að verða lykilstef lokastigs uppbyggingar sem fram hefur farið eftir fylgishrunið 2009. Þingframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni þurfa að fara í gegnum prófkjörsslag og sækja umboð sitt til, skýrt og afgerandi umboð, til flokksmanna. Annað kemur ekki til greina.

Forysta Sjálfstæðisflokksins ætti að vera mjög sterk og hafa ráðandi stöðu í pólitískri baráttu. Samt finnur maður fyrir efasemdarröddum. Þær er aðeins hægt að kveða niður með prófkjöri þar sem reynir á stöðu forystumanna flokksins og aðrir hafa tækifæri til að gefa kost á sér líka. Þetta var mikilvægt á síðasta landsfundi þegar valkostir voru skýrir. Sumir vildu halda áfram aðra leið og enn aðrir skipta út.

Nú þarf að reyna á hvort almennir flokksmenn vilja meiri uppstokkun og hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins njóti almenns trausts, sérstaklega eftir Icesave-málið þegar mikil óánægja kom fram hjá grasrótinni. Sjálfstæðismenn um allt land tóku af skarið þá með eftirminnilegum hætti.

Uppgjör nú er hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tryggir að hann fari sterkari inn í kosningar en ella. Nýtt upphaf er mikilvægt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér,

Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að það verði ekki nógu mikill áhugi fyrir því að taka prófkjörsslaginn, eins og við vitum þá er þessi starfsgrein ekki upp á pallborðinu þessa dagana hjá fólki.

Þá gæti staðan litið næstum óbreitt út og því fólki sem vildi breytingar á forrystu sjálfstæðiflokksins kjósi eitthvað annað.

Óskar (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 14:09

2 identicon

Það er alveg ljóst ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná vopnum sínum aftur þá er fyrsta skrefið að skipta um formann og velja til þess persónu sem hugsar áður en hún talar og fer ekki huldu höfði og heyrist varla í eins og núverandi formaður, einnig þarf flokkurinn að losa sig við ESB-Krata trójuhestana sem eru í þingliði flokksins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 16:33

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben er ekki maðurinn sem ég og fleiri Sjálfstæðismenn treista.Að lesa greinar eftir Bjarna í Blöðum er honum til skammar,það er eins og óviti í Pólitík hafi  verið þar að verki.Ætla mætti að Lögfræðipróf hans hafi verið keift honum til handa og komið honum í Pólitík vegna ættartegsla...

Vilhjálmur Stefánsson, 15.8.2012 kl. 16:45

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er ekki nóg fyrir Sjálfstæðisflokkinn að skipta út bróðurpart þingmanna flokksins heldur þarf að skipta út forustunni eins og hún leggur sig.  Forusta Sjálfstæðisflokksins féll á prófinu í Icesave-málinu og afstaðan til ESB er ekki sannfærandi.

Vilji Sjálfstæðisflokkurinn ná vopnum sínum aftur þarf að verða gagnger breyting á flokknum, kjósendur munu ekki velja Sjálfstæðisflokkinn bara vegna þess hversu handónýtir ríkisstjórnarflokkarnir eru, þeir munu sitja heima heldur en að kjósa óbreyttan flokk.  

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins gera meiri kröfur til hans en annarra flokka, þeir munu ekki láta segja sér fyrir verkum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.8.2012 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband