Litli maðurinn leggur olíufélögin í Héraðsdómi

OlíufélöginÞað eru svo sannarlega merkileg tíðindi að olíufélagið Ker hafi verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða Sigurði Hreinssyni, á Húsavík, 15.000 krónur í skaðabætur fyrir tjón sem hann varð fyrir vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1993-2001. Upphæðin er ekki há en tíðindin eru merkileg. Í ofanálag var Ker dæmt til að greiða Sigurði 500.000 krónur í málskostnað.

Verði þessi dómur staðfestur af Hæstarétti má eiga væntanlega von á því að hann verði fordæmisgefandi og í kjölfarið komi fjöldi einstaklinga sem vilji sækja sér rétt sinn með sama hætti og trésmiðurinn frá Húsavík. Segja má að með þessum dómi leggi litli maðurinn olíufélögin með mjög athyglisverðum hætti.

Nú verður fróðlegt að sjá hvað gerist í Hæstarétti í þessum efnum. Ennfremur fer brátt fyrir Hæstarétt áfrýjun saksóknara á frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á persónulegu máli á hendur olíuforstjórunum þremur á tímum olíusamráðsins. Þar voru þeir dregnir til ábyrgðar en ekki olíufélögin.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist fyrir Hæstarétti í báðum þessum málum, en niðurstaðan þar mun skipta sköpum um framhald olíumálsins alls.


mbl.is Ker dæmt til að greiða 15 þúsund krónur í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta eru aldeilis tíðindi.  Hann ætti að geta keypt í helgarmatinn.  Jafnvel ekið inn á Akureyri til þess að gera innkaupin.

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.2.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er merkilegt ef Ker verður að borga skaðabætur vegna samráðsins. En þetta er svo sannarlega engin upphæð. Svona rétt fyrir því að versla eitthvað veglegt og gott í helgarmatinn. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.2.2007 kl. 16:01

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

En engu að síður rosalegur sigur fyrir hann, og íslenska réttarkerfið líka.

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.2.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þessar skitnu 15,000 krónur eru skítur á priki.  Ekki þess virði að ræða eins og að um einhvern sigur hafi verið að ræða.

Ef 10,000 manns fylgja eftir, þá getum við farið að ræða tíðindi.

Ólafur Þórðarson, 16.2.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband