Nafnlaust bréf veldur ólgu í Baugsmálinu

Bréfið frægaVar að lesa áðan nafnlausa bréfið sem nú skekur Baugsmálið. Mjög athyglisverð lesning, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þar er því haldið greinilega fram að dómarar í Hæstarétti Íslands hafi bæði sýknað menn og vísað frá ákæruliðum í Baugsmálinu til þess að hefna sín á Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra og fv. forsætisráðherra, fyrir að hafa beitt sér fyrir því að þeir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hafi verið skipaðir hæstaréttardómarar.

Eins og flestir vita stóð töluverður styr um þær ákvarðanir árin 2003-2004 og eins og frægt var mælti meirihluti réttarins með hvorugu dómaraefninu á sínum tíma, en það kom í hlut dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að ákveða hverjir færu í réttinn. Eins og flestir hafa séð er þetta mál mjög flókið og ekki virðist það vera að verða eitthvað auðveldara viðfangs eða einfaldara úr fjarlægð. Það stefnir greinilega í sviptingar í dómsstigum fram á veginn, ef marka má það sem gerist núna.

Þetta bréf er mjög alvarlegs eðlis að mínu mati. Það hlýtur að teljast nokkuð alvarleg atlaga að réttarskipan hér á landi. Þetta er mjög ógeðfellt bréf og það hlýtur að fara fram athugun á því hver sé uppruni þess. Þetta er einfaldlega of alvarlegt mál til að það liggi í þagnarhjúpi.

Svona samsæriskenningar og allt að því dylgjur er vont veganesti í málið á þessu stigi - það er engin þörf á einu óskiljanlega púslinu enn í þessa torskildu heildarmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alvy Singer

Hvaða núverandi dómara við Hæstarétt hafur Sjálfstæðisflokkurinn ekki skipað?

Alvy Singer, 23.2.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér detta bara tvö orð í hug, fyrra irðið er banani og seinna orðið er lýðveldi.

Edda Agnarsdóttir, 23.2.2007 kl. 15:34

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft dómsmálaráðuneytið frá 30. apríl 1991. Ráðherrar á þeim tíma hafa verið Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra. Eini dómarinn sem hefur ekki verið skipaður af einhverjum þessara ráðherra (utan þess er Geir Haarde skipaði Hjördísi Hákonardóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson í réttinn) er Hrafn Bragason.

Hrafn var skipaður í réttinn af Jóni Sigurðssyni, sem var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1987-1988. Jón var alþingismaður Alþýðuflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1987-1993 en síðar seðlabankastjóri og bankastjóri norræna fjárfestingabankans.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.2.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband