Karl Bretaprins vill banna McDonalds-fæði

Karl Bretaprins Prinsinn af Wales, Karl, ríkisarfi Englands, hefur aldrei verið feiminn við að tala hreint út og valda hörðum skoðanaskiptum. Í dag sagðist hann vilja banna McDonalds-skyndibitafæði og slíkar keðjur yfir höfuð. Telur hann að það muni bæta fæðu barna og unglinga stórlega. Karl var ekki að skafa neitt utan af því þegar að hann flutti ræðu í heimsókn til Imperial College London Diabetes Centre í Abu Dhabi í S-Arabíu í dag og lét þessar skoðanir sínar flakka.

Prinsinn af Wales hefur alla tíð verið mikill umhverfisverndarsinni og ennfremur talsmaður heilbrigðrar fæðu, einkum lífrænnar fóðu, og talað mikið máli betri fæðu. Hefur hann verið mjög jákvæður t.d. út í átak Jamie Oliver í skólum Bretlands til að bæta fæði skólabarna. Árið 1986 setti prinsinn upp bú á Highgrove-setrinu. Þar er allt unnið og gert með lífrænum hætti. Prinsinn gekk reyndar svo langt að hann sagði í spjalli við heilsusérfræðinginn Nadine Tayara hvort að hún hefði reynt að fá vörur McDonalds bannaðar. Það væri lykillinn að betri heilsu ungmenna.

Til að staðfesta öll ummælin lét Karl senda út formlega yfirlýsingu frá skrifstofu sinni í Clarence House til að benda á mikilvægi hollrar fæðu. Þar er skyndibitafæðu sagt allt að því stríð á hendur. McDonalds mun hafa sent út yfirlýsingu og harmað ummæli prinsins. Já, hann Karl er ekki feiminn við að taka afstöðu í málunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skipað gæti ég væri mér hlýtt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Fishandchips

Það drepur varla neinn að fá sér einn og einn borgara, þó svo McDonalds séu þeir verstu. En þá myndi sonurinn missa vinnuna

Fishandchips, 27.2.2007 kl. 20:23

3 identicon

Já, hann er Karl í krapinu og góðborgari þar að auki. Við eigum nóg af lífrænu skyndihvalketi handa honum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:50

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Hann þarf allavegana ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn eða ekki endurkjörinn. hehe

Júlíus Sigurþórsson, 27.2.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott er að vera tilvonandi Kóngur ?

Halldór Sigurðsson, 27.2.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það er heldur vafasamt að banna þennan mat heldur frekar að reyna að setja reglur sem gerir hann hollari eins og þeir hafa gert núna sumstaðar í Ameríku með því að banna herta fitu. Ástæðan fyrir því að hann er svona vinsæll er aðallega vegna þess hversu ódýr hann er og í Bandaríkjunum t.d. eru margir sem hafa hreynlega ekki efni á öðru.

Ómar Örn Hauksson, 28.2.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband