Fróðlegur fundur með Steingrími J.

Steingrímur J. Ég var að koma heim af fundi með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, sem við aðstandendur bæjarmálavefritsins Pollsins héldum með honum í kvöld. Er hann fyrstur leiðtoga flokkanna í kjördæminu sem mætir til slíkra funda, en stefnt er að slíku og mun þeim öllum verða boðið slíkt hið sama. Flutti Steingrímur J. stutta framsögu í upphafi, en síðan var orðið einfaldlega gefið laust og gripu flestir tækifærið til að rabba um pólitíkina frá víðum grunni. Var þetta líflegt og gott spjall, svona algjörlega mér að skapi. Naut þessa í botn.

Stærstu umræðuefnin sem skipta máli að okkar mati eru að sjálfsögðu málefni Akureyrar og Eyjafjarðar. Steingrímur J. hefur verið þingmaður þessa svæðis í 24 ár og er ennfremur þungavigtarmaður í pólitísku starfi almennt. Það var því gaman að skanna málefni svæðisins og landsmálanna heilt yfir með honum. Við erum fjarri því sammála um alla hluti, og reyndar ekki grunninn allan svosem, en það er virkilega gaman að taka svona spjall engu að síður. Sýn okkar á þessum vef eru skiljanlega málefni Akureyrar og nærsvæðis. Það er og mun vera upplegg allra fundanna.

Sérstaklega var svo gaman að ræða er líða tók á kvöldið um hvernig eftirmáli kosninganna verða; myndun ríkisstjórnar. Fórum við yfir þau mál. Hann vildi lítið segja um kröfur VG kæmust þeir í oddastöðu en greinilegt er þó að hann mun selja sig dýrt í stefnumálum og stólapólitík fari svo að þeir nái einhverri uppsveiflu af því tagi sem þeir mælast með nú. Því er ekki að neita að VG er í ótrúlegri uppsveiflu og vandséð hvernig leið þeirra geti varla legið annað en upp á við miðað við síðustu kosningar. Ég kom með spurningar um þessa hluti; kosningar og eftirmálann. Það er mín tilfinning að VG muni selja sig verulega dýrt nái þeir einhverri oddastöðu. Allt tal um hógværð á þessum væng er ósannfærandi.

Mér finnst þessi tilraun með Pollinn mjög góð og ég stend stoltur að því og hlakka til þess að helga mig þessu verkefni betur en nú er á næstu mánuðum. Ég hef með þessum vef og öðrum sem ég hef haldið úti, með mikilli elju, vinnu og óþreytandi áhuga á málefnum samfélagsins, reynt að segja mitt um málin og vera lifandi í pólitískri umræðu. Ég hef gríðarlega gaman af þessu og nýt þessa algjörlega í botn.

Sama er með Pollinn, það er og mun verða svona lífleg deigla pælinga um málefni okkar, framtíðina og tækifærin. Það skiptir máli og það þarf svona góðan þverpólitískan vef, umræðuhóp og skemmtilega pólitíska stúdíu. Þetta er allavega á góðri leið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka til að mæta

Sigurjón Þórðarson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Steingrímur hefur nú alltaf verið liðugur í kjaftinum, að mætti kalla "froðusnakkur", eða mér finnst það allar götur. Honum hefur sjálfsagt ekki verið vandasamt að geta svarað fyrir sig. Mér heyrðist að hann væri til í hvaða stjórnarmynstur sem væri eftir kosningar. Ég held að vísu að landslagið í VG sé orðið svolítið breytt. SJS hefur ekki eins yfirgnæfandi sterka stöðu og áður, þ.e.a.s. hann ræður ekki öllu einn lengur. Það eru komnir fleiri í "brúna" ef þannig mætti að orði komast. Ég held það allavega en er reyndar að melta þessa nýju stöðu í kollinum ennþá áður en á blað kemst.

Ragnar Bjarnason, 28.2.2007 kl. 00:27

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Raggi

Já, Steingrímur J. er duglegur að tala og hefur ákveðnar skoðanir vissulega. Hann þorir að segja hlutina afgerandi. Hvað varðar samstarf er hann greinilega opinn í báða enda, eins og sagt var um Framsókn í denn. En það verður gaman að fá Valgerði til okkar, hún var jú byggðamálaráðherra í sex ár. Þetta verður gaman. Alltaf gaman af lifandi pólitískri umræðu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.2.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: valdi

Steingrímur er góður.Þú Stefán minnist á Valgerði,hún er SSkelfileg,ég bý í fjögur þúsund manna bæjarfélagi þegar minst er á Valgerði þá hrista allir hausinn.Ég veit  einungis um þrjá Framsóknarmenn hér í bænum (þeir skammast sýn nú fyrir það þeir láta það ekki fara hátt)Mér hugnast ekki allt hjá Vinstri Grænum,en Framsókn ég held að það sé ekki hægt að komast neðar

valdi, 28.2.2007 kl. 05:52

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sæll. Ekki misskilja mig þannig að ég vilji ekki umræðu. Ég hef ákaflega gaman af því að heyra það sem menn hafa fram að færa, sama hvar þeir standa svo fremi ekki sé um að ræða einhverjar öfgar og árásir. Og ég er líka á því að það er ekki allt gott sem menn gera, þannig er það nú bara, hvar í flokki sem þeir standa. Byggðamálin á Íslandi í dag eru snúnustu stjórnmálin, þau erfiðustu viðureignar en um leið þau mikilvægustu. Í raun snúa allar ákvarðanir að þeim. "Borgríkið Ísland" er grein sem ég er að vinna að og set inn þegar það gengur að lokum.

Ragnar Bjarnason, 28.2.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband