Viðtalspælingar - hugleiðingar um bloggheima

Hef fengið góð viðbrögð við viðtalinu á Rás 2 í morgun. Hefði aldrei órað fyrir því þegar að ég byrjaði að blogga í september 2002 að ég ætti eftir að enda í viðtali sem einhvers konar hugsuður og sérfræðingur í bloggmálum! En svona er þetta bara, lífið er ein stór gáta sem við leysum dag frá degi áfram þar til að við spinnumst einhverja leið sem ræðst stig af stigi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er mjög ástfanginn af blogginu og því sem gerist þar. Hreifst af þessum vettvangi allt frá fyrsta degi og hef verið háður honum síðan.

Ég hef mikinn áhuga á að skrifa og segja mínar skoðanir, eins og þeir vita sem hafa fylgt mér frá fyrsta degi og gegnum árin fimm. Enda var spjallið í morgun mjög lifandi og hresst. Ég sagði mínar skoðanir á þessu. Margir, meðal annars Gestur Einar og Hrafnhildur, hafa alltaf spurt mig að því hvort að þetta sé ekki byrði í gegnum daginn, hvernig maður eiginlega nennir þessu. Svarið er alltaf það sama; þetta er ástríða í lífinu. Þetta er hlutur sem ég met mikils, þetta er lífsfylling fyrir mig. Þetta er mitt golf, segi ég oft glaður með minn hlut!

Bloggið er ferskt og nýtt. Ég blæs á allar úrtöluraddir andstæðinga bloggsins um að það sé loftbóla sem springi fyrr en síðar. Þetta er ferskur, opinn og lifandi vettvangur sem er kominn til að vera. Þetta gefur mér mikið og meðan að svo er læt ég móðann mása í gegnum dagsins önn. Þetta er mikilvægur hluti og þess vegna er ég svo stoltur af honum, er ekki feiminn við að tala fyrir honum. Ég tel að bloggið muni aðeins halda áfram að vaxa. Veit ekki hvort einhver hápunktur verði, en ég tel að þetta sé fastur punktur í lífsfléttu okkar bloggara.

Gott allavega að einhver hafði gaman af þessum pælingum í morgun. Vona bara að þeir sem eru í vafa um að blogga hafi sannfærst um að þetta sé rétt. Vona að vinur minn, Gestur Einar, og hún Hrafnhildur fari bara að blogga og einhverjir aðrir. Þetta er yndisleg iðja. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Er ekki erfitt að finna tíma í bloggið?

Ég segi fyrir mig, ég hef áhugann, en þessi vinna mín er voðanlega oft að trufla mig, margar færslur sem gleymast hálfskrifaðar vegna anna, svo á kvöldin hef ég námið og fjölskylduna.

Júlíus Sigurþórsson, 14.3.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég gef þessu tíma allavega, tel þetta lykilhobbý hjá mér, en það gengur vissulega á margt annað. Annars þjálfast þetta með tíð og tíma. Ég er mun sneggri að skrifa nú en fyrir fimm árum allavega. Þetta snýst eflaust allt um að forgangsraða þannig að maður hefur tíma. En eins og ég segi að þá er þetta misjafnt, suma daga lítið, aðra daga meira. Mikill munur. Oft eru færslurnar stuttar, sumar eru lengri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Kæri Stefán. 

Ég les þig reglulega,þú ert góður penni,rökfastur og skemmtilegur.Í dag er ég í stuttu máli að blogga um sögu fiskveiðistjórnunar frá l984.Gott væri að heyra frá þér í þessum efnum.Ég tel mig vita að langt bil skilji okkur að í þessum málaflokki.

Kristján Pétursson, 14.3.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ágætt viðtalið við þig Stefán.

Við sem lærðum vélritun hjá Þórunni Felixdóttur í Versló í gamla daga búum vel að því núna

Þórunn var nógu grimm til þess að við lærðum og skiluðum verkefnum. Hafi hún ævinlega bestu þakkir. 

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 18:30

5 identicon

Heyr heyr, vel mælt Stefán!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 19:36

6 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Sæll frændi,

Gaman að heyra í þér hljóðið. Þessi síða þín er náttúrulega frábær og þú ert góður fulltrúi bloggheima.

Kveðjur úr Garðabænum,

Stefán Þór Helgason, 14.3.2007 kl. 19:38

7 identicon

Berjast!

Ásgeir H. Reykfjörð (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:25

8 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Hlustaði á viðtalið við þig á netinu í dag og hafði gaman af. Það eru ýmsar pælingar í gangi varðandi bloggið og tilgang þess. Merkileg pæling hjá Sigurði Þór Guðjónssyni http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/ um þessi mál. Hef sjálfur verið nokkurð hugsi um tilganginn. En það að kíkja inn á þig daglega er orðinn partur af rútínunni. Stjórnmálaskoðanir skipta þar engu.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 14.3.2007 kl. 23:16

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Kristján: Þakka þér fyrir góð orð. Ég setti komment hjá þér um þetta mál.

Haukur: Takk fyrir það. Já, það er gott að vera snöggur að pikka. Ég er orðinn vel hraður í þessu, kemur sér vel að hafa átt góða kennslu að baki í vélritun. :)

Þorsteinn: Takk, takk. Gott að heyra að þér líkaði þetta. :)

Stefán Þór: Takk frændi fyrir góðu orðin og að hlusta á viðtalið. ;)

Ásgeir: Nákvæmlega, no question about it comrade hehe :)

Sigurður Á: Takk fyrir að lesa vefinn. Hef mjög gaman af að lesa bloggvefi þeirra sem eru ekkert alltof sammála mér, enda eru lifandi skoðanaskipti og samskipti góð. Það sést enda á bloggvinahópnum hér að það skannar allan skalann. Mjög gott mál. Enda er ég í fjölskyldu sem er mjög breið pólitísk svosem, enda var móðurbróðir minn þingmaður Alþýðubandalagsins. En það er alltaf gaman af pólitísku pælingunum, Moggabloggið er einmitt mjög lifandi og þetta samfélag á engan sinn líka hérlendis.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.3.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband