Sorglegt sjóslys

Það var mjög sorglegt að heyra í bítið í morgun fréttirnar af sjóslysinu fyrir vestan. Það er alltaf dapurlegt að heyra fréttir af svona slysum. Það nístir í bein fyrir okkur öll, enda er samfélagið fyrir vestan svo lítið og í raun samfélagið okkar allt. Öll munum við eftir samhug þjóðarinnar fyrir áratug er snjóflóðin féllu fyrir vestan. Þeim tíma gleymi ég allavega aldrei. Það voru svartir dagar fyrir okkur öll en sýndu vel hversu mjög við stöndum saman á raunastundu.

Ég votta Vestfirðingum öllum og sérstaklega fjölskyldum hinna látnu samúð mína.
 
mbl.is Sjóslys í Ísafjarðardjúpi: Flak trillunnar dregið að landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir með þér Stefán - Þegar fréttir eins og þessar birtast finnur maður best hvað landið er lítið. Ég er ættuð úr Grunnavík og hef líka verið í tengslum við Vestfirði gegnum starfið mitt, þessi frétt í morgun nísti svo sannarlega.

Annars í framhjáhlaupi - þá er það eiginlega þér að þakka (eða kenna eftir því hvernig á það er litið ;) að ég er komin með bloggið mitt á blog.is. Mig er búið að langa til að skipta yfir í blog.is lengi, hef meðal annars oft lesið bloggið þitt um kvikmyndir og tónlist (deili þeim áhuga með þér) en þegar ég heyrði í viðtalinu við þig í morgun hjá Gesti Einari og Hrafnhildi að hægt væri að flytja eldri blogg-færslur á milli miðla var málið dautt - ég er sem sagt komin inn í blog.is samfélagið og líst vel á . Takk fyrir upplýsingarnar!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:06

2 identicon

Þessi sjóslysafrétt, var eins og högg í hjartastað.  Hjartað stoppaði um stund.

Þetta minnti mig óvægilega á hve maðurinn er varnarlaus í slíku veðri, úti á sjó.

Sendi aðstendendum, samúðarkveðjur. það er það eina sem ég get gert, annað en að biðja svo fyrir þeim.

Og það mun ég gera.

Sigrún (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:45

3 identicon

Já, fjölskyldur hinna látnu eiga alla mína samúð. Ég hef verið á sjó á Vestfjarðamiðum, bæði togurum og bátum, og þeir sem gera sjósókn hér að sínu ævistarfi eru hetjur sem reisa á minnisvarða á Austurvelli, gegnt Jóni Sigurðssyni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband