Guðbjörg Hildur lokar bloggsíðu sinni

Ég tók eftir því í kvöld, eftir góða ábendingu, að Guðbjörg Hildur Kolbeins hefur lokað vef sínum hér á Moggablogginu. Deilt hefur verið á netinu síðustu dagana um harkaleg ummæli hennar um forsíðu auglýsingablaðs Smáralindar og margir beðið eftir afsökunarbeiðni frá henni á því orðavali sem þótti fara heldur betur yfir mörkin. Það virðist ekki vera á dagskrá hennar að senda frá sér afsökunarbeiðni eða reyna að klára þetta mál með siðlegum hætti. Það er með ólíkindum að hún skyldi pakka saman eftir þessa umræðu, taka út umdeildu færsluna og taka svo vefinn niður bara eins og tjaldið eftir útileguna og keyra á brott. Frekar kostulegt.

Einn sem skrifaði komment á vefinn minn í dag var að tala um að ég væri að vega að skoðunum hennar. Það er ekki rétt, ég var að skrifa gegn þessu orðavali. Eitt er að telja auglýsingabæklinginn vondan og stellingu fyrirsætunnar slappa en annað að koma með svo sterk orð, hakka í sig unga fyrirsætu og þetta blað með ómálefnalegum hætti. Ég er ekki einn um það að telja þessi skrif fyrir neðan allar hellur.

Það sem meira er að ég tel að hún hafi sýnt það opinberlega að henni varð á með því að taka skrifin niður og endalok bloggvefsins segir meira en mörg orð um það að hún sér eftir þessu en finnur það greinilega ekki hjá sér að skrifa sig frá því, þó ekki væri nema með nokkrum línum. En það er bara eins og það er.

Það sem maður skrifar á bloggvefinn er orðið opinbert. Þess vegna hugsar maður sig örlítið um hverja færslu og segir hlutina pent og með það fyrir augum að jafnvel geta þúsundir séð það á örskotsstundu. Vísa til orðavals míns í viðtalinu á Rás 2 um þetta. Það sem fer eitt sinn á netið gleymist kannski ekki glatt.

Það sýndi sig vel í þessu máli að netið er lifandi og fólk getur ekki sagt hvað sem er um hvern sem er. Einfalt mál í sjálfu sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta voru hennar skoðanir og hvers vegna ætti hún að biðjast afsökunar á að hafa skoðanir sem falla ekki einhverjum, fáum eða mörgum, í geð?! Varla voru þær ólöglegar. Að öllum líkindum hefur hún hætt að blogga hér vegna mjög mikillar gagnrýni á sínar skoðanir og ekki haft áhuga á að standa í þessu lengur. Eiga Frjálsblindir að biðjast afsökunar á skoðunum sínum og leggja jafnvel flokk sinn niður vegna þess að þær falla ekki miklum meirihluta þingmanna og þjóðarinnar í geð að öllu leyti?! Þegar stórt er spurt...

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:40

2 identicon

Það er oft stutt í eineltið og við skulum vera góð hér hvert við annað upp að vissu marki. Jafnvel í stríði og ástum verða að gilda vissar leikreglur svo allt fari ekki úr böndunum. Frelsi, jafnrétti og bræðralag verður að hafa í huga á öllum sviðum, enda þótt gagnrýna eigi alla steypu, að sjálfsögðu. Sjallar segjast unna frelsinu en þeirra frelsi er mjög takmarkað í fjölda málaflokka, til dæmis landbúnaði og sjávarútvegi. Frelsi til að segja skoðanir okkar er einn af hornsteinum lýðræðisins, svo framarlega sem þær eru innan eðlilegra marka laganna.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

mig langar til að vera bloggvinur þinn, eiginlega helst af því þú ert að norðan og ég líka, hef alltaf kunnað að meta sjónarhorn kjarnyrts fólks að norðan. Ég sendi inn beiðni. Kveðja fyrrv. Húsvíkingur

Ásdís Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 00:22

4 identicon

Góður pistill og réttmætur og öfgalaus. 

Steini minn Sjallar, Frammarar, Frjáslyndir, Mislyndir, Samfylkingarfólk og fólk er ætlar sér að kjósa  VG unir frelsinu innst inni. Svo kemur alltaf þessi forræðishyggja aftan að okkur. Við vitum öll að stjórnmálamenn eru misvitrir og síst vil ég fá vitringana frá VG til að setja mér frelsisskorður af því að ég og við hinum höfum svo gott af því.

kv Sveinn 

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:34

5 identicon

Þú ert örugglega eina eintakið sem til er af fyrrverandi Húsvíkingum, Ásdís mín. Sá sem fæddur er á Húsavík verður alltaf Húsvíkingur en í þínu tilfelli hafa sennilega orðið einhverjar genetískar breytingar. Og þeir sem flytja til Housewich City verða aldrei neitt annað en aðkomumenn. Tengdafaðir minn fyrrverandi, Pétur ljósmyndari, mikill sóma- og Framsóknarmaður, er til dæmis búinn að vera aðkomumaður á Húsavík í fjörutíu ár. Hann flutti framsóknarmennskuna með sér frá Súgandafirði og ætlar sér að verða annar af kjósendum Framsóknar í vor, enda engin ástæða fyrir kaþólikka að skipta um trú, þótt páfinn hrökkvi upp af standinum á nokkurra ári fresti.


Og nú heimta þeir álver á Húsavík, enda þótt ekki sé atvinnuleysinu fyrir að fara á þeim bænum og fáir flunkunýir Húsvíkingar í pípunum að bestu manna yfirsýn. Pólverjar hættir allri afhausun í austurvegi og komnir í sama starfa í frystihúsinu á Húsavík. Vefur Verkalýðsfélags Húsavíkur og "nágrenis" á pólsku og ensku, þannig að mér sýnist smjörið renna og roðið brenna í bænum og því algjör óþarfi að mála stöðuna svo dökkum litum að kalla þetta "nágreni"!

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 02:14

6 identicon

Jamm, öll erum við syndug, Sveinn minn góður, nema Árni Johnsen. Hann keypti sér syndaaflausn í fiskbúðinni í Eyjum og er í Frelsisbandalaginu:

Árni John-seninn slyngi,
já, hver er betri í faginu
hjá Frelsisbandalaginu?
Þó Árni sitt síðasta syngi
hann heldur alltaf laginu.

Og brátt hann verður á þingi
með hinum Sjallaskjóðunum,
sameinuðum öllum sóðunum
í stjórnarandstöðu á Alþingi.

Frelsið er í vogarskálalóðunum
léttvægt á móti krónum á þingi,
kostað hefur lítið sem ekki neitt.
Komast þar Sjallarnir í ansi feitt,
þó frelsinu æ lofgjörð þeir syngi.
Hrópum húrra fyrir amlóðunum!
 

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 06:05

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það kæmi mér ekki á óvart að konan væri í verulegum andlegum erfiðleikum í kjölfar þessa máls og sé hjálparþurfi. Þetta er búinn að vera einn djöfulgangur og ég segi fyrir mitt leyti að ekki vildi ég vera í hennar sporum. Það er eitt að benda á mistökin hennar og gera kröfu um að hún bðjist afsökunar, en ég held að við getum verið sammála um að það megi ekki ganga of nærri fólki.

Það getur vafist fyrir fólki að kunna að biðjast afsökunar á misgjörðum sínum og mistökum. Það fylgir því nefnilega svo mikill léttir að geta slíkt... og það helst á réttum tíma. 

Haukur Nikulásson, 16.3.2007 kl. 07:49

8 Smámynd: Tryggvi H.

Sæll Stefán og takk fyrir góðar færslur.Ég er ekki sammála því að Guðbjörg Hildur eigi að biðjast afsökunar á skoðunum sínum.Hún má hinsvegar, og það væri sterkt, biðja barnið sem var á myndinni afsökunar að svo miklu leyti sem umfjöllunin hefur líklega verið barninu erfið -ekki satt.

Það sem verður að standa eftir er að barnið var sett í aðstæður sem það átti ekki upptök að, aðstæður sem alltof auðvelt er að sjá og túlka sem kynferðislegar. 

Þetta mál hefði aldrei átt að fjalla um orðaval Guðbjargar, synd.

Tryggvi H., 16.3.2007 kl. 08:04

9 identicon

Mig grunar að sumir hér hafi ekki lesið færsluna. Þess er ekki óskað að Guðbjörg Hildur biðjist afsökunar á skoðunum sínum. Fólki er frjálst að hafa skoðanir, setja þær fram eða sleppa því. Fólk hefur líka val um það hvernig það setur skoðanir sínar fram og hvaða leiðir það velur til þess. Framsetningin var í þessu tilfelli afar ósmekkleg og til þess gerð að særa unga stúlku á viðkvæmum aldri. Óhófsemi í orðalagi Guðbjargar rírir gildi umræðunnar - sem þó á fullan rétt á sér.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:07

10 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Hún þarf ekki að afsaka skoðanir sínar en hún ætti að byðja stúlkuna afsökunar að hafa dregið hana í þetta leiðindarmál. Það er skoðunarfrelsi í þessu landi en fólk verður að athuga hvernig það orðar hlutina þegar ungt fólk á í hlut.

Það er varla hægt að segja að hún hafi látið undan gagnrýnisröddum fólks þar sem það var ekki hægt að gagnrýna það sem hún hafði að segja á síðunni hennar. Það er hinsvega spurning hvort að fólk hérna á alnetinu hefði ekki hætt að hlusta á hana og taka hana alvarlega og það er ekki gott fyrir annars góðan málsstað sem hún berst fyrir. 

Ómar Örn Hauksson, 16.3.2007 kl. 09:58

11 identicon

hvers konar vitleysisgangur er þetta að skrifa í bold?

óþarfi að öskra!

hægt er að skoða síðu þessarar ágætu konu með því að gúgla "kolbeins.blog.is" og smella á 'afrit' eða 'cache'.   

geturðu ekki hætt að krejast netfangs vegna athugasemda, maður er sífellt á mailinator.com 

hic (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:32

12 identicon

hvers konar vitleysisgangur er þetta að skrifa í bold?

óþarfi að öskra!

hægt er að skoða síðu þessarar ágætu konu með því að gúgla "kolbeins.blog.is" og smella á 'afrit' eða 'cache'.   

geturðu ekki hætt að krejast netfangs vegna athugasemda, maður er sífellt á mailinator.com

hugsanlega ) Þrándur Bertsson (kannski ekki (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:39

13 identicon

síðari færslunni fylgdi nafn til þess að virða regluna um nafngreind skrif ;)

hic (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:41

14 identicon

Guðbjörg Hildur búinað loka blogginu já, þolir greinilega ekki dagsljósið lengur.  Ég segi nú bara: FARIÐ HEFUR FÉ BETRA !!!

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:17

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir að benda mér á þetta með "fyrrverandi Húsvíkingur" átti náttl. við "fyrrverandi íbúi Húsavíkur"  í sumum bæjum verður maður víst alltaf aðkomumanneskja, eins og Pétur, en núna er ég búin að búa á Selfossi í 7 ár og er bara ekkert lengur aðkomudýr, finnst ég ein af þeim.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 11:32

16 identicon

"Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er hætt störfum í framhaldi af skrifum um meint klám á bæklingi Smáralindar. Á slóðinni www.erlahlyns.blogspot.com kemur fram að lektorinn hafi tilkynnt nemendum sínum þetta með bréfi í gær og vísað til þess að henni hafi boðist betur launað starf og tekið því til að eiga fyrir salti í grautinn. Lektorinn má eiga von á málssókn vegna ummæla á blogginu þar sem hún lýsti fermingabarninu á einstaklega klámfenginn hátt. Foreldrar stúlkunnar undirbúa málssóknina. Guðbjörg hefur ekkert bloggað síðan málið komst í hámæli og nú hefur síðu hennar verið læst fyrir almennum lesendum." (Mannlíf í dag.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:41

17 identicon

Já, sjáum til hvort farið verður í málssókn við dömuna og hvort skrif hennar voru ólögmæt. Kannski biðst hún bara afsökunar og málið er dautt.

Ég var bara að stríða þér, Ásdís mín, og óska þér alls hins besta á Selfossi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:50

18 identicon

hættu að stríða Steini Briem. Þú segir mér aldeilis fréttir að Pétur snillingur ljósmyndari sé aðkomumaður á Húsavík. Ég bjó þar í rúmlega 20 ár og aldrei var ég var við að hann væri aðkomumaður. Bara Húsvíkingur eins og aðrir sem búa þar.
Ég reikna með að næsta innlegg frá þér verði listi úr símaskránni fyrir svæði 640 þar sem íbúar eru flokkaðir sem "aðkomumaður" og "Húsvíkingur".

Til hvers að koma með álver á Húsavík, þar er lítið atvinnuleysi og upplýsingar á pólsku á vef vh.is? Þetta eru svakalega góð rök hjá þér. Það tengist því kannski eitthvað að fólk sem hefur misst atvinnuna þarna síðustu ár (ca 10% af íbúafjöldanum) hefur flutt suður í góðærið.
Til hvers þá að stofna ný fyrirtæki á Sv-horninu? þar er jú lítið atvinnuleysi og líka upplýsingar á pólsku á vefsíðum þar sem eiga erindi við pólskumælandi fólk ?

Að lokum get ég bent þér á að grunnlaun lektors í HÍ eru minni en meðallaun í álveri Alcan.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:58

19 identicon

Allir sem búa á Húsavík og ekki eru fæddir þar eru aðkomumenn. Ég hef það eftir dóttur Péturs sem ég bjó með í mörg ár, Hákon minn. Hún er óljúgfróð og má ekki vamm sitt vita. En það er nú algjör óþarfi að taka slíkt skens mjög nærri sér. Til að halda frystihúsinu á Húsavík gangandi er ráðið þangað erlent verkafólk og það sama á við um mörg önnur fiskvinnslufyrirtæki hér. Þúsundir útlendinga hafa verið ráðnir til að vinna í þeim vegna þess að Íslendingarnir hafa flutt úr sínum heimabyggðum, meðal annars til að vinna fyrir hærri laun á höfuðborgarsvæðinu og fá þar mun betri þjónustu á öllum sviðum.

Hverjir eiga þá að vinna í þessum álverum, enda þótt þau greiði eitthvað hærri laun en fiskvinnslurnar? Er mjög líklegt að fólk sem nú þegar hefur góð laun og góða vinnu á höfuðborgarsvæðinu fari að flytja til Húsavíkur til að vinna í álveri? Brottfluttir Húsvíkingar taki sig upp aftur með allt sitt hafurtask, selji húsnæðið og segi upp vinnunni, bæði hjónin? Það tel ég mjög ólíklegt og það þarf nú mörg hundruð manns til að halda álveri gangandi. Ekki dytti Dalvíkingum í hug í einhverri alvöru að reisa álver í sinni heimabyggð. Þar búa um 1.500 manns en um 2.500 á Húsavík og í Verkalýðsfélagi Húsavíkur eru um 1.300 manns, að Raufarhöfn og Öxarfirði meðtöldum.

Á Dalvík eru fyrirtæki sem eru töluvert minni en álver og henta þar mun betur en slík kompaní, til dæmis Sæplast. Og þar er eitt fullkomnasta frystihús á landinu, þar sem margir Íslendingar vinna. Góð laun og góður aðbúnaður. Vandi sjávarbyggðanna liggur fyrst og fremst í kvótakerfinu en ekki skorti á álverum. En að sjálfsögðu er það ekki eini vandinn. Það þarf einnig að tvöfalda þjóðveginn frá Selfossi til Akureyrar og gera jarðgöng, til dæmis undir Vaðlaheiðina. Og sjóflutningar þurfa að vera á milli Reykjavíkur og Húsavíkur, þess vegna eitthvað ríkisstyrktir. Talað er um ruðningsáhrif álvera en það er líka vel hægt að tala um ruðningsáhrif þess að losna við kvótakerfið, sem vinstri flokkarnir og jafnvel Frjálsblindir munu standa fyrir í næstu ríkisstjórn. Sjallar og Framsókn standa og falla með kvótakerfinu og þeir falla í vor. Meira um auðlindamálið og mun fróðlegra vonandi fyrir þig en þetta stagl allt á bloggi Péturs Gunnarssonar síðar í dag. Farðu vel með þig, Hákon minn.
  

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:18

20 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ekki spurning hún ætti frekar að sýna dug og biðja afsökunar heldur en að vera gunga og loka blogsíðunni sinni, það sýnir manni bara að hún þorir ekki að koma fram og standa við orðin sýn.

Kristberg Snjólfsson, 16.3.2007 kl. 14:30

21 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Þrymur: Þakka þér fyrir góð orð.

Steini: Endurtek það sem margoft hefur komið fram. Ég er að gera athugasemdir á orðavalinu. Hún hefur þær skoðanir sem hún vill. Það er eitt að hafa skoðanir en annað að hafa ekki taumhald á sér og orðavalinu.

Ásdís: Takk kærlega fyrir góð orð. Gott að fá þig sem bloggvin. :)

Haukur: Já, þetta er rosalegt sjálfskaparvíti sem hún lenti í. Vorkenni henni að vissu marki en verð þó að segja hreint út að orðavalið var slíkt að það hlaut að fara svona fyrir þessu. En svo fór sem fór.

Tryggvi: Takk fyrir kommentið. Mér finnst einmitt orðavalið ekki passa manneskju í hennar stöðu. Hefði þetta verið Jóna úti í bæ hefðu mun færri spáð í þetta. En þarna sást vel að netið er lifandi og fólk svaraði af krafti skrifunum.

Jóhanna: Takk kærlega fyrir þetta komment. Gott innlegg. Þetta er einmitt svona. Það er eitt að hafa skoðun, annað að hafa ekki taumhald á orðavalinu. Þetta er stóri vandinn og það sem mér fannst einmitt stingandi við þetta mál.

Ómar: Tek algjörlega undir þetta, gott komment. :)

hic: Ég vil benda á að nafnlausum kommentum hér er eytt og þegar að ekkert nafn eða tenging er á bakvið lenda þau í ruslakörfu. Það er bara þannig. Ég mun krefjast netfanga frá þeim sem skrifa og eru utan vefsins. Einfalt mál. Þetta er nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Stefán: Takk fyrir kommentið nafni.

Hákon Hrafn: Takk fyrir gott komment.

Steini: Þakka þér fyrir ábendinguna með GHK.

Kristberg: Sammála þessu, takk fyrir kommentið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.3.2007 kl. 15:14

22 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sveinn: Þakka þér fyrir kommentið og mjög góð orð. Sammála þeim.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.3.2007 kl. 15:17

23 identicon

Já, Stebbi minn, ég skil þitt sjónarmið og eins og ég sagði er frelsi til að segja skoðanir okkar einn af hornsteinum lýðræðisins, svo framarlega sem þær eru innan eðlilegra marka laganna. Og það er lögfræðinganna með brjóstvitið að finna út hnitin, hvar sú lína liggur nákvæmlega, enda þótt sauðsvartur almúginn geti náttúrlega slumpað á það hvar hún er staðsett í veröldinni. Við verðum bara að hætta okkur út í að hafa opinberar skoðanir á opinberum skoðunum annarra. Leggja höfuðið á höggstokkinn og taka sénsinn á að öxin sé bitlaus. Sem sagt, allt í sóma í Oklahóma.

Var að skrifa langhund um auðlindamálið á bloggi Péturs Gunnarssonar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband