Nýtt framboð kynnt - að geta sagt frá hlutunum

Ómar og MargrétÞá á að kynna hið nýja hægri græna stjórnmálaafl í dag. Allar þær sögusagnir sem ég hef birt um þetta nýja framboð hafa ræst. Ég sagði fyrstur allra frá því að Margrét myndi yfirgefa Frjálslynda flokkinn, hvernig miðaði við stofnun nýs framboðs, tímasetningu framboðsins og fleiri hlutum. Það er mjög gott að geta sagt einhverjar fréttir og hafa eitthvað að segja um hlutina.

Eina sem mögulega rættist ekki var kjaftasagan um að framboðið héti Íslandsflokkurinn, en nafnið var ekki fjarri því. Í byrjun vikunnar skrifaði ég um að ósætti væri milli Margrétar og Ómars. Því neitaði enginn, ekki einu sinni forystufólk framboðsins. Það spurði mig reyndar einn í morgun hvort að ég væri í þessum vinnuhópi, ég virtist vita meira en margir aðrir um þessi mál. Það er langt síðan að ég sagði að ég væri ánægður í mínum flokki og sjálfstæðismenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af mér.

En ég er áhugasamur um stjórnmál. Þetta er nýtt framboð sem fáir vita hvert muni sækja fylgi sitt. Takist þeim vel til munu þau sópa fylgi á breiðum skala. En það er allt undir þeim komið. Ný framboð eru enda mun meiri óvissuþáttur en hin. Óþekkt stærð er meira spennandi en aðrar að skiljanlegum ástæðum. Það er mjög einfalt mál.

Ég sé að Jakob Frímann kynnir framboðið með Ómari og Margréti. Honum eru greinilega ætlaðir einhverjir hlutir þarna. En ekki fleiri kjaftasögur og pælingar; nú sjáum við á tromp þessa fólks og hvað það hefur fram að færa. Það hefur verið beðið lengi eftir framboðinu og flestir spenntir að heyra og sjá meira.


mbl.is Kynna framboð Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er sjálfsagt heitt undir ýmsum þessa dagana, spennandi að fylgjast með þessu nýja framboði og sjá hverjir koma nú fram sem stuðningsmenn þeirra. Hvernig skildi næsta skoðanakönnun verða? get ekki beðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 12:58

2 identicon

Þetta er bara Kalli klúður með tómt múður og verður aldrei barn í brók. Alltof seint fram komið, gengur of seint fyrir sig, skipulagningin í jólasteik og "handvalið" á listana af Guðföðurnum, Möggu og Jakobi ærlega. Tíu kjósendur koma frá Frjálsblindum og tveir frá Sjálfgræðsflokknum. Gef þessu fyrirbæri hálfa stjörnu fyrir smá viðleitni en engan þingmann og ræð ykkur að sjá eitthvað annað fyrir peninginn ykkar. Angelína lúkkar betur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband