Flokkarnir setja 28 milljóna króna auglýsingaþak

Flokkar Nú hafa stjórnmálaflokkarnir formlega kynnt samkomulag sitt um að setja þak á auglýsingakostnað vegna alþingiskosninganna eftir sjö vikur. Mörkin eru sett við 28 milljónir króna. Þetta er tímamótasamkomulag án nokkurs vafa. Eins og ég benti á í skrifum hér í gær hefur verið reynt nokkrum sinnum að landa slíku samkomulagi, en án árangurs.

Þetta samkomulag ætti að tryggja hófsamari kosningabaráttu og rólegri keyrslu en verið hefur í peningaeyðslu, þó auðvitað fái flokkarnir rúman ramma til að kynna sig þannig séð. Best hefði verið ef menn hefðu getað sett rammann við að loka á sjónvarpsauglýsingar og hafa rammann í 20-25 milljónum. Það kemur varla að óvörum að Framsóknarflokkur og Samfylking hafi viljað setja markið hærra meðan að hinir flokkarnir vildi lækka þakið. Báðir flokkar eru í mikilli varnarbaráttu, fengu þingmeirihluta saman í kosningunum 2003 en mælast nú með vel innan við 20 þingsæti.

Eflaust eru skiptar skoðanir um þetta þak, einkum innan sumra flokka og meðal fólksins á götunni. Mér finnst þetta gleðiefni vissulega, enda á að vera hægt að keyra í þessar kosningar samhent hvað þetta varðar, að hafa kosningabaráttuna markaða og menn keyri ekki í einhverja vitleysu með draumórakenndri eyðslu. Eins og vel sást á lokasprettinum í kosningabaráttunni 2003 getur eyðslan orðið gríðarleg er á síðustu tíu dagana er komið og einn flokkur er undir. Öll munum við t.d. eftir gríðarlegri auglýsingakeyrslu Framsóknarflokksins síðustu sólarhringa baráttunnar 2003.

Í reynd finnst mér þetta samkomulag einmitt vera um að stilla þessu í hóf, einkum síðustu dagana. Það sé siðlegur rammi á baráttunni, menn drekki ekki öllu í auglýsingakeyrslu. Óháður aðili mun svo fylgjast með framkvæmd þessa, svo að þetta samkomulag ætti að vera gegnheilt og gott. En það er nú reyndar svo að einn flokkur er fyrir löngu byrjaður að auglýsa og verið áberandi, meðan að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki farinn af stað þannig séð og gerir varla fyrr en eftir landsfund að loknum páskum, sléttum mánuði fyrir kosningar.

Þrátt fyrir fagurt tal um samkomulag verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður er á hólminn kemur og hvernig menn keyri þessar 28 milljónir í auglýsingamiðlana. Það er allavega misjafnt hvernig menn halda í þennan lokasprett baráttunnar og ljóst að margir ætla að bíða framyfir páska. En þetta verður allavega líflegur mánuður eftir páska. Þetta samkomulag tryggir okkur vonandi hófstillta kosningabaráttu á góðum grunni.

mbl.is 28 milljóna króna mark sett á auglýsingakostnað flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er allavega farin að rekast á illa gerðar (að mínu mati) auglýsingar frá VG í blöðunum, það væri nú í lagi að photo sjoppa myndirnar aðeins, fólkið hlýtur að meiga líta vel út þó svo það sé VG í lopalitum.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ertu að meina auglýsingarnar með grasrótinni og hausunum? Merkilegar auglýsingar. Þeir í VG ætla greinilega að keyra á lágum budget og vera með þetta hrátt hjá sér ef þetta er það sem koma skal.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.3.2007 kl. 15:29

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Ef við segjum 5 x 25 milljónir til að halda okkur fyrir neðan markið og bætum 5 milljónum við fyrir Íslandshreyfinguna þá eru það 130 milljónir. Reiknað er með að 217 þúsund manns kjósi þá kostar hvert atkvæði flokkana 600 krónur sem er heldur meira en 430 krónur á kjósenda sem ríkið borgar sveitafélögunum vegna kosninganna á haus. Í öllu falli láta flokkar og ríki sig ekki muna um samtals 1.000 krónur svo ég geti kosið. (-:

Pétur Björgvin, 27.3.2007 kl. 15:33

4 identicon

AUGLÝSINGAÞAKIÐ KOMIÐ, nú þá er kofinn bara orðinn fokheldur hjá þeim, en þó alls óvíst hversu lengi hann stendur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:46

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg hefiði að fenginni reinslu gaman að sjá þessa hófsamari kostningabaráttu/ Þetta verður allt brotið,Haldiði að Framókn sem eyddi mest allra i siðustu kotningum muni halda þetta nei!!!Þeir berjast til siðasta mans ,þar eru nógir peningar/ Annars geri eg ekkert með þetta samkomuleg,allavega okkur flokkur Xd ætti ekki að vera með svona boð og bönn/Halli Gamli P/S en flokarnir voru sammála allir að fá greitt ur Rikissjoði  storar upphæðir allir !!!!/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.3.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband