Geir Haarde sló í gegn með frábærum söng

Geir H. Haarde Það var mikið stuð á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöldið á Broadway. Þar sló Geir H. Haarde algjörlega í gegn með því að syngja eitt þekktasta lag meistarans Johnny Cash, I Walk the Line, í íslenskaðri þýðingu sr. Hjálmars Jónssonar, fyrrum alþingismanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst söng hann það við undirleik Óskars Einarssonar yfir borðhaldi og síðla kvölds með Baggalút, sem fór algjörlega á kostum, eins og ávallt.

Mér fannst Geir koma rosalega vel út úr þessum landsfundi. Flokksmenn treysta honum mjög vel og hann hefur líka sýnt okkur að hann stendur undir því trausti, hann er sterkur og afgerandi forystumaður. Mér fannst þessi helgi vera helgin hans. Hann varð sterkur formaður í flokknum á borð við forvera sinn. Ég held að mesti styrkleiki Geirs sé einmitt að hann er hann sjálfur, hann er hvorki að leika Davíð Oddsson né nokkurn annan forvera sinn eða að reyna að stæla þá. Hann er enda mjög vinsæll meðal landsmanna. Hann nýtur trausts.

Það er líka mjög góður kostur að góður formaður geti glatt með því að syngja og hann sló svo sannarlega í gegn á landsfundarhófinu. Þar var mjög góð stemmning og mjög ánægjulegt að skemmta sér í þessum góða hópi. Þetta var mjög sterk helgi, allir brosandi og glaðir, allir sameinaðir í að vinna vel að því sem skiptir máli. Í þeim efnum skiptir máli að skipstjórinn sé einstaklingur sem gefi hópnum eitthvað, afl til verkanna. Það gerði Geir svo sannarlega um helgina og söngur hans var flott fylling á góðri kvöldskemmtun.

mbl.is Geir Haarde tók Johnny Cash
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir er hress, það vantar ekki. Svo er hann líka svo krúttlegur. Svoldið eins og pandabjörn í jakkafötum.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband