Sumarkveðja - vetur kveður með snjókomu

SumarblómÉg vil óska lesendum vefsins gleðilegs sumars og þakka fyrir góð samskipti á liðnum vetri. Þetta hefur verið sviptingasamur vetur, sviptingar í veðri, pólitík og ýmsu mannlegu svosem. Þetta hefur líka verið mjög skemmtilegur vetur í skrifum hér. Ég hef misst tölu á þeim pælingum sem hér hafa verið settar fram en teljarinn sýnir yfir 230.000 heimsóknir síðan í september. Hef haft gaman af skrifunum og gleðst yfir því hversu margir líta í heimsókn á hverjum degi.

Veturinn kvaddi með kuldalegum hætti hér á Akureyri. Þegar að ég vaknaði í morgun hafði snjóað nokkuð. Var vissulega skemmtilega súrrealískt að hefja daginn í þessari skammvinnu kuldatíð. Þegar að leið á daginn vann sólin á snjónum. Það byrjaði að snjóa svo aftur undir kvöld og veturinn kvaddi því með snjóflygsum. Kuldalegur endir á risjóttum vetri.

Það er oft sagt að það viti á gott að vetur og sumar frjósi saman. Það ætla ég rétt að vona að sé tilfellið að þessu sinni. Held að þetta verði bara fínasta sumar, allavega er stefnt að skemmtilegri utanlandsferð og skemmtilegri ferð um landið og þetta verður sumarið þar sem ég ætla að skella mér í Fjörður og Flateyjardal, löngu kominn tími til svo sannarlega.

En enn og aftur góðar sumarkveðjur - vonandi eigið þið öll gott sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt sumar Stebbi minn og takk fyrir veturinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Takk sömuleiðis, gleðilegt sumar!

Kv,

Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 19.4.2007 kl. 02:33

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjurnar Guffi og Guðrún María.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.4.2007 kl. 03:37

4 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Gleðileg sumar Stebbi og takk fyrir veturinn.

Það var virkilega gaman að hitta þig um síðustu helgi og eiga saman skemmtilegar samverustundir í hóði góðra félaga á frábærum landsfundi.

Sumar- og baráttukveðja úr Öxarfirðinum.

Rúnar Þórarinsson, 19.4.2007 kl. 10:41

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gleðilegt sumar bloggvinur - Áskorun HÉR í tilefni dagsins

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 10:46

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kveðjuna Rúnar. Þetta var virkilega skemmtilegur landsfundur og ánægjulegt að ræða vel saman og fara yfir stöðu mála. Landsfundarhófið tókst mjög vel upp og öll helgin var eins og best verður á kosið. Nú er bara eftir að taka þessar kosningar. Sýnist allt standa vel í þeim efnum. Óska þér gleðilegs sumars - heyrumst.

Takk fyrir kveðjuna Júlli - gleðilegt sumar! :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.4.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband