Leyndardómar hafsins

Dead Calm Það er ekki hægt að segja annað en að þessi frétt um áströlsku draugaskútuna sé ansi draugaleg. Það er auðvitað mjög nöturlegt að heil skúta, þar sem matur er á borðum og öll merki þess að fjöldi fólks sé um borð, sé mannlaus. Þetta virðist vera mikið spurningamerki og óljóst hvað hefur orðið um fólkið. Það blasir við að eitthvað skuggalegt hafi gerst þarna, þetta er allavega eitthvað sem tekið er eftir.

Það eru að verða tveir áratugir síðan að kvikmyndin Dead Calm var gerð. Hún er ein sterkasta kvikmyndin frá Eyjaálfu í seinni tíma kvikmyndasögu, ef Piano, er undanskilin. Hún var byggð á frægri sögu Charles Williams, sem segir frá hjónum sem verða vör við mannlausa skútu á leið sinni. Ævintýri þeirra verða mikil og að því kemur að þau verða að berjast fyrir lífi sínu í grimmri baráttu. Það voru aðeins þrír leikarar að heita má í myndinni og hún var í senn bæði spennandi og dulúðug, flott blanda.

Þetta var myndin sem gerði óskarsverðlaunaleikkonuna Nicole Kidman að stjörnu og kom henni á kortið í Bandaríkjunum. Hún varð ein vinsælasta leikkona sinnar kynslóðar og hlaut óskarinn fyrir The Hours árið 2003. Sam Neill, traustur ástralskur leikari, átti þar eina af sínu bestu kvikmyndatúlkunum, og Billy Zane sló í gegn, einkum fyrir að vera óvæginn. Hann varð síðar heimsfrægur fyrir túlkun sína á Cal Hockley í stórmyndinni Titanic árið 1997.

Flott mynd, samt orðið of langt síðan að ég sá hana síðast. Set hana kannski í tækið um helgina. Það stefnir í rólega helgi, svo að það er ekki galin hugmynd. En vonandi verða leyndardómar draugaskútunnar áströlsku auðleyst.

mbl.is „Draugaskúta“ fannst við strendur Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband