Prinsessa fæðist í Danmörku

Friðrik, Kristján og Mary Það er augljós þjóðargleði í Danmörku vegna fæðingar prinsessunnar, dóttur Friðriks, krónprins, og Mary, krónprinsessu. Það er svosem varla furða, enda er þetta fyrsta prinsessan sem fæðist í Danmörku í 61 ár, en Anna María Grikkjadrottning, yngsta systir Margrétar II Danadrottningar og eiginkona Konstantíns Grikkjakonungs, fæddist árið 1946.

Það er þegar farið að tala um það í Danmörku að prinsessan muni hljóta nafnið Margrét, í höfuðið á ömmu sinni drottningunni. Ekki kæmi það að óvörum. Það er reyndar alltaf viss sjarmi frá dönsku konungsfjölskyldunni í huga Íslendinga. Það eru ekki nema 63 ár síðan að danski þjóðhöfðinginn var um leið sá íslenski og því hafa tengsl Danmerkur og Íslands því auðvitað alltaf verið mjög mikil. Kristján X, afi Margrétar, var síðasti danski kóngurinn yfir Íslandi eins og flestir vita.

Það er nokkur glans yfir Friðrik krónprins og fjölskyldu hans og virðist stefna í góða tíma fyrir dönsku krúnuna þegar að hann erfir ríkið af móður sinni. Fyrir áratug hefði fáum órað fyrir því að hann yrði ráðsettur og öflugur fjölskyldufaðir, enda gengu frægar sögur af líferni hans og stöðugleiki var ekki beinlínis á honum. En það hefur allt breyst mjög eftir að hann tók saman við Mary Donaldson og það er mikill virðugleikablær yfir þessum hluta fjölskyldunnar.

Það stefnir í farsæla framtíð krúnunnar og konungsfjölskyldunnar, sem eitt sinn var jú æðsta valdafjölskylda Íslands.

mbl.is Nýfædd prinssessa fyrir augu almennings í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband