Umdeild tillaga felld á prestastefnu á Húsavík

Frá prestastefnuUmdeild tillaga presta og guðfræðinga um að prestum verði heimilað að annast hjónavígslu samkynhneigðra var felld á prestastefnu á Húsavík í dag. 22 greiddi atkvæði með henni en 64 voru andvígir tillögunni. Niðurstaðan er því mjög afgerandi ákvörðun og því ljóst væntanlega að málamiðlun biskups verður ofan á er á hólminn kemur.

Mikil umræða hafði verið um það hvað myndi gerast á Húsavík. Pressa hefur verið greinileg eftir að réttindi samkynhneigðra jukust með lögum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu að kirkjan gengi skrefið til fulls. Það er ljóst af þessu að sá vilji er ekki fyrir hendi innan þjóðkirkjunnar.

Það verður fróðlegt að heyra hvert framhald málsins verður. En það er greinilegt að vindar frjálsræðis í þessum efnum eru ekki afgerandi innan þjóðkirkjunnar.


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ek kirkjan hafnar samkynhneiðum ættu þeir aðhafna kirkjunni - segja sig úr henni.  Annars lýsti Púkinn sinni skoðun á þessu máli hér.

Púkinn, 25.4.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ja, ef þjóðkirkjan á skyndilega ekki lengur að gera eins og sagt er í biblíunni þá veit ég ekki alveg hvað hún á eða á ekki að gera?

Annars eins og flestu þenkjandi fólki finnst mér afskaplega margt sem stendur í biblíunni vera gjörsamlega útí hött, og held mig þessvegna fjarri skipulögðum trúarbrögðum og öðrum heilaþvætti. 

Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þeir eru að segja að þeir séu partur af einhverjum erlendum kirkju deildum? hvaða rugl er þetta? eða er þjóðkirkjan hin íslenska allt í einu genginn undir Páfann?

Það hluti af því að vera Lutherstrúar að vera ekki í neinu kirkjusambandi nema innan eiginslands. Þessi ríkisstofnun skal fara eftir öllu því sem alþingi segjir. þeir skulu ekki fá að komast upp með það röfl og rugl að segja okkur að skipta sér ekki af innri málum þeirra.

Þeir hafa ekkert um það að segja. svona afturhalds stofnanna kallar. ef þeir hefðu fengið að ráða hefðu konur fyrst núna verið að fá kosningarrétt. 

Fannar frá Rifi, 25.4.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband