Spreyjað á Valgerði Sverrisdóttur fyrir austan

Skilti framsóknarmanna Það er athyglisvert að spreyjað hafi verið fyrir austan yfir kosningaskilti af Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og efstu framsóknarmenn á lista í Norðausturkjördæmi. Orðið "Damnation" mun hafa verið spreyjað þvert yfir skiltið og mun þetta ekki vera að gerast þarna í fyrsta skiptið.

Þetta er þekkt slagorð andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar sem sést hefur í mótmælum. Það er athyglisvert að sjá þessi brögð í kosningabaráttunni fyrir austan og að skilti framsóknarmanna séu skemmd með svo áberandi hætti.

Það verður athyglisvert að sjá hvort að Framsókn fær meiri gusur á sig í kosningabaráttunni fyrir austan.

mbl.is Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins á Egilsstöðum skemmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ekki er hægt að taka undir svona framkomu.

En Fljótsdalshérað/Austurlandskjördæmi var alveg sett hjá þegar kosið var á framboðslistann. Veit að margir eru reiðir þess vegna. Kann að vera skýringin óánægjunni og brýst því út með þessum hætti.

Tal að framsóknarmenn missi mann þess vegna og Ólöf Norðdal komist inn.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband