Baráttusamtökin aðeins fram í Norðausturkjördæmi

Það hefur verið háleitt tal um framboð aldraðra og öryrkja fyrir þessar kosningar. Um tíma stefndi jafnvel í fleiri en eitt slíkt framboð. Talað var um landsframboð og það væri einhver kraftur á bakvið það. Svo er augljóslega alls ekki. Baráttusamtökin náðu aðeins að skila inn framboðslista hér í Norðausturkjördæmi. Þetta verður því ekki landsframboð heldur local-framboð hér í þessu kjördæmi. Það þarf varla að taka það fram að þeim spái ég ekki velgengni hér.

Þetta hefur verið mjög klaufalegt allt saman. Það hvernig að aldraðir og öryrkjar bundust andstæðingum flugvallar í Vatnsmýrinni var hálf kjánalegt og þeim ekki til mikils vegsauka. Enda greinilegt að það var bara framboð til að sameina krafta þó að þeir ættu nákvæmlega enga samleið. En svo fór sem fór. Engin eftirspurn var í raun semsagt eftir framboði aldraðra og öryrkja og þetta fær vænan floppstimpil við leiðarlok.

Það hefði verið meiri reisn yfir því hjá þeim hreinlega að bakka frá þessu. Það trúir enginn á local-framboð aldraðra og öryrkja á einum stað hafandi mistekist að ná að fara fram á landsvísu.

mbl.is Baráttusamtökin aðeins fram í einu kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Samleið Höfuðborgarsamtakanna og aldraðra gat alveg gengið upp Stefán. Höfuðborgarsamtökin eru að reyna að ná upp ónýttu verðmæti Vatnsmýrarinnar sem að hluta má nota til að bæta kjör aldraðra. Vatnsmýrin lumar á hátt í 200 milljarða króna verðmæti þegar upp verður staðið jafnvell þótt dregið verði frá byggingarverð fullkomins nýs flugvallar. Færsla flugvallarins er þó bara hluti málsins. Höfuðborgarsamtökin eru að reyna benda á leiðir til að bæta höfuðborgina til hagsbóta fyrir íbúana.

Það er með ólíkindum að hlusta á kjaftæði þeirra sem mega ekki sjá eða heyra að flugvöllurinn verði færður og nenna ekki fyrir sitt litla lif að kynna sér þetta mál neitt umfram það að henda fram vanhugsuðu og órökstuddu óánægjubulli. Hópur manna hefur kannað þessi mál á annan tug ára og þeir sem yfir höfuð nenna að skoða þessi mál sjá yfirleitt ljósið fyrr en síðar.

Verðmæti Vatnsmýrarinnar myndi líka koma landsbyggðinni til góða. Sumt fólk á landsbyggðinni þarf bara að líta upp úr fordómum sínum til að sjá þetta.

Fólk ærðist af fögnuði þegar Síminn var seldur fyrir 66 milljarða. Ímyndið ykkur hvað hægt er að gera fyrir þjóðina með 200 milljörðum! 

Haukur Nikulásson, 27.4.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta fer engan veginn saman. Enda var þetta ástæða þess að slitnaði uppúr milli aldraðra/öryrkja og flugvallarandstæðinga. Fólk framboðsins úti á landi gat ekki talað fyrir þessum skoðunum. Skv. nýrri könnun Gallups er afgerandi stuðningur við völlinn í öllum kjördæmum. Hér í NA og í NV er stuðningurinn yfir 80%. Segir allt sem segja þarf.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.4.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband