27.4.2007 | 20:23
Jónína Bjartmarz rífst við Helga í Kastljósinu
Það var athyglisvert að horfa á rifrildi Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, og Helga Seljans, frænda míns, í Kastljósinu rétt í þessu. Umræðuefnið var að sjálfsögðu veiting ríkisborgararéttar með mjög umdeildum hætti til tengdadóttur Jónínu. Þetta hefur verið mál málanna frá því að það varð aðalfréttauppsláttur í gærkvöldi hjá Ríkissjónvarpinu.
Jónína er greinilega mjög ósátt við umfjöllun Sjónvarpsins en á í erfiðleikum með að svara ýmsum spurningum málsins. Þetta er vissulega mjög vandræðalegt mál, sérstaklega fyrir ráðherra flokks sem heyr varnarbaráttu í tvísýnni kosningabaráttu hálfum mánuði fyrir alþingiskosningar. Stórar spurningar eru áberandi í málinu og það er alveg ljóst að þetta mál vekur athygli fyrir umdeilt verklag og tengsl umsækjandans við ráðherra í ríkisstjórn eru mjög vandræðaleg, þó ekki sé fyrir neitt annað liggur við.
Það verður fróðlegt að sjá hvort að þetta mál hefur einhver áhrif fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík á þessum tvísýna lokaspretti. Jónína er í erfiðri baráttu fyrir endurkjöri á þing og pólitískt staða hennar er mjög ótrygg. Þetta viðtal svaraði fáum spurningum. Rifrildi milli Jónínu og Helga er það sem helst stendur eftir. En þetta er vont mál fyrir ráðherrann, það blasir við öllum. Flestir hafa áhuga á að sjá þó hvaða áhrif málið hafi á stöðu ráðherrans og hvort að hún nær endurkjöri yfir höfuð á þing eftir 15 daga.
Jónína er greinilega mjög ósátt við umfjöllun Sjónvarpsins en á í erfiðleikum með að svara ýmsum spurningum málsins. Þetta er vissulega mjög vandræðalegt mál, sérstaklega fyrir ráðherra flokks sem heyr varnarbaráttu í tvísýnni kosningabaráttu hálfum mánuði fyrir alþingiskosningar. Stórar spurningar eru áberandi í málinu og það er alveg ljóst að þetta mál vekur athygli fyrir umdeilt verklag og tengsl umsækjandans við ráðherra í ríkisstjórn eru mjög vandræðaleg, þó ekki sé fyrir neitt annað liggur við.
Það verður fróðlegt að sjá hvort að þetta mál hefur einhver áhrif fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík á þessum tvísýna lokaspretti. Jónína er í erfiðri baráttu fyrir endurkjöri á þing og pólitískt staða hennar er mjög ótrygg. Þetta viðtal svaraði fáum spurningum. Rifrildi milli Jónínu og Helga er það sem helst stendur eftir. En þetta er vont mál fyrir ráðherrann, það blasir við öllum. Flestir hafa áhuga á að sjá þó hvaða áhrif málið hafi á stöðu ráðherrans og hvort að hún nær endurkjöri yfir höfuð á þing eftir 15 daga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Jónína á ekki í erfiðleikum með að svara ýmsum spurningum málsins. Hún vill ekki greina frá þeim ástæðum sem liggja að baki afgreiðslu allsherjarnefndar, enda kom hún þar hvergi nærri. Bjarni Benediktsson hefur svarað fyrir það og meira má ekki gera án þess að það brjóti um leið á persónuvernd allra þeirra sem sóttu um.
Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 20:45
Mér fannst hún svara því afar vel sem Helgi var að bera á hana. Helgi Seljan fór yfir strikið.
Jónína er skynsöm kona og lætur ekki pjakk eins og Seljan bera svona á sig, bara til þess eins að sverta mannorð hennar. Þetta er ljótt að gera.
Og nú segja einhverjir sem lesa þetta að Framsókn standi saman með Jónínu. Já, já. Það má svo sanni segja það, enda heiðarlegur stjórnmálamaður hún Jónína.
Sveinn Hjörtur , 27.4.2007 kl. 20:50
Þetta mál eins og Landsvirkjunarmálið verða flokknum mjög erfið.
Hvort og hve mikil áhrif þetta hefur 12.mai veit ég ekki en sjálfsmörk eru aldrei leið til að vinna neinn leik.
Óðinn Þórisson, 27.4.2007 kl. 21:22
Eins og allir alþingismenn þrætir Jónína fyrir staðreyndir málanna. Þetta er siðlaust pa...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.4.2007 kl. 21:41
Ég held að mörgum hafi ofboðið framkoma nafna míns áðan. Hér á mínum bæ fór fólk smám saman að "halda með" Jónínu þó að hér sé fátt um Framsóknarmenn.
Helgi Már Barðason, 27.4.2007 kl. 21:50
Enn vantar svarið við spurningunni:
Hvað réttlætti undanþáguna til stúlkunnar??
Már Högnason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 21:54
Helgi Seljan stóð sig vel,svona eiga fréttamenn að vera.Hann lét ráðhr.viðurkenna að hún hafi ráðlagt tengdadóttur að sækja um ríkisborgararétt til Allsherjarnefndar.Síðan verður þjóðin að leggja saman 2 og 2 um sannleiksgildi ráðhr.Svona alvarlegt mál á náttúrlega að rannsaka til hlýtar.Fyrst umsóknina til Útlendingastofnunar og afgreiðslu hennar,síðan umsókina til Allsherjarnefndar,bókun nefndarinnar og rökstuðning fyrir að veita stúlkunni ríkisborgararétt.Svona mál á að upplýsa,sannleikurinn er sagna bestur.
Kristján Pétursson, 27.4.2007 kl. 21:56
Ef maður lítur í kringu um sig þá veit maður svona cirka hvað er að gerast hjá vinnufélögum og öðru fólki sem maður hittir, á samskipti eða hefur veð af í gegnum vinnu sína, ætlar þetta pakk og já ég segi pakk!! að halda það að fólk trúi því að nefndin hafi ekkert vitað að þessum tengslum!!!!
Held að síðastliðnir dagar hafi verið okkar besta sönnun á því að mikil þörf sé á stjórnarskiptum....
Hans Jörgen Hansen, 27.4.2007 kl. 22:28
Sæll Stefán
Ég sá ekki Jónínu rífast við einn né neinn heldur fylgdist hún pollróleg með Helga hálf-froðufellandi eins og hundur sem er búið að rífa af kjötbein. Hún svaraði því sem hún gat svarað, skýrt og skilmerkilega þeas. að hún hefði EKKI haft afskipti af málinu og að hún hefði bent stúlkunni á að hægt væri að sækja um undanþágu til alsherjarnefndar. Sér einhver glæp í því? Allir þrír aðilar í allsherjarnefnd (þar af einn frá Samfylkingu) bera það að ekkert óeðlilegt hafi verið við afgreiðslu málsins og að um 30% þeirra sem hafi fengið ríkisborgararétt á kjörtímabilinu hefðu haft skemmri dvalartíma en 2 ár líkt og stúlkan sem um ræðir. Þetta lyktar af ófrægingarherferð á hendur Jónínu og ég held að Helgi og Rúv ættu að biðjast afsökunar hið snarasta á sínu framferði sem er ekki sæmandi fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega. Þeir yrðu menn meiri af því heldur en að halda fast við svona vitleysu.
Kv
Guðmundur Ragnar Björnsson, 27.4.2007 kl. 23:04
Því miður missti Helgi Seljan tökin, hann bar ekki virðingu fyrir Jónínu Bjartmarz sem viðmælanda. Og því miður gerði Jónína málið ennþá tortryggilegra. Hvaða ráð gaf hún við umsóknina, kann hún einhver trix sem tryggja rétta afgreiðslu?
Þórður Runólfsson, 27.4.2007 kl. 23:39
Mér finnst að menn séu að missa sig. Þegar einn segir hér að framan að þetta sé einmitt dæmi um nauðsyn þess að skipta um stjórn, ands. heimska er þetta. Hafa menn ekkert hjarta? er þetta að gerast í fyrsta skipti? getið þið ekki bara trúað Jónínu? gefið því sjens að hún segi satt, það geri ég þó svo ég sé hvorki Framsóknarmanneskja eða aðdáandi Jónínu. Þetta er pólutískt skítkast sem fólk í öllum flokkum er að nota sér og ekkert annað. MÍN skoðun.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.4.2007 kl. 23:51
Helgi Seljan er leiðinlega sjálfumglaður montrass. En það er aukaatriði í þessu samhengi. Afgreiðsla málsins, en óvenjuleg, og stafar auðvitað af því að í hlut á væntanleg tengdadóttir ráðherrans. Lakara er ef "tengdadóttirin" hyrfi af landinu, þegar ríkisfangið og vegabréfið yrði í höfn.
Gústaf Níelsson, 28.4.2007 kl. 00:00
Sæll Stefán.
Jónína var alls ekki að rífast neitt
En mér finnst framganga Helga Seljan í þessu máli vera til skammar fyrir Kastljós. Hann var afar ágengur við Jónínu, greip ítrekað fram í fyrir henni og var vægast sagt dónalegur.
Mér fannst framkoma hans einkennast af illgirni og dónaskap, sem ég tel að eigi ekki heima í umfjöllun af þessu tagi.
Hann minnti mig einna helzt á gaggandi hana á haug, þegar ákafinn og frammmígripin náðu hæstum hæðum.
Nú er langt í frá að ég sé einhver sérstakur talsmaður Framsóknarflokksins eins og einhverjir kynnu að halda eftir þennan lestur. Mér leiðast hinsvegar svona kosningabombur, sem einhverjir vanþroskaðir fréttasnápar bera á borð fyrir fólk í aðdraganda kosninga.
Og hver var svo glæpurinn eiginlega?
Sé hann einhver, þá get ég ekki séð að Jónína sé glæponinn.
Glæponarnir hljóta að vera í Allherjarnefnd, þar sem ákvörðunin var tekin.
Kveðja,
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 00:21
Jónína svaraði fyrir allt sem hún mátti og gat svarað fyrir í Kastljósþættinum í kvöld.
Hún er sjálf "opinber" manneskja en það er kærasta sonar hennar ekki og á því ekki að þurfa að hafa sitt mál í fjölmiðlum. Þess vegna átti Jónína ekkert með að telja upp allar hennar aðstæður sem hún líka sleppti þó það gæti bjargað hennar pólitíska ferli. Greinilegt að hún metur annað fólk meira en sinn eigin stjórnmálferil. Greinilegt að það eru ekki allir sem kommenta hér sem kunna að meta slíka framkomu.
Og ekki batnar umhverfisráðherra við það að hafa sagt henni til og hjálpað henni með umsóknina um ríkisborgararéttinn. Hvers konar bull er það að halda því fram að það hafi verið slæmt. Auðvitað hjálpar hún þeim sem til hennar leita í þeim málaflokkum þar sem hún þekkir til, það vonandi gerum við öll eftir bestu getu. Engin klíka er í því að benda verðandi tengdadóttur sinni á það hvert hún skuli leita.
Auðvitað frétta vinnufélagar manns margt af því sem maður lendir í frá degi til dags. Jónína tók það fram að hún gerði í því að þeir fréttu það ekki til þess að stúlkan fengi réttláta meðferð og til þess að vera heiðarleg í þessu máli.
Alveg eins og við þolum ekki spillingu af okkar þingmönnum og ráðherrum þá megum við ekki heldur láta aðstandendur þeirra líða fyrir það eitt að vera aðstandendur þeirra.
Helgi Seljan varð sér, því miður, algjörlega til skammar í þessum þætti og ekki í fyrsta skipti, en hann batnar vonandi með meiri reynslu.
Best að taka það fram að ég er ekki framsóknarmaður, hef aldrei verið og verð sennilega aldrei
Ágúst Dalkvist, 28.4.2007 kl. 00:45
Er tilvonandi tengdadóttir Jónínu björtu ekki bara ófrísk eins og Peturty segir í blogi sínu?
Björn Heiðdal, 28.4.2007 kl. 00:45
Svona fara kjaftasögurnar af stað. Lestu betur það sem Pétur skrifar, Björn Heiðdal, áður en þú spreðar út svona sögum í bloggheimum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 01:28
Helgi Seljan hagaði sér óafsakanlega. Hann virðist aldrei hafa lært neitt í mannasiðum t. d. greip hann ítrekað fram í fyrir Jónínu, en það eru nú svo sem ekki nein ný bóla þegar sumir fréttamenn eiga í hlut.
Jónína fór með sigur af hólmi í þessum viðræðum og hélt ró sinni þrátt fyrir ruddaskap Helga sem varð sér ærlega til skammar. Svona yfirgang og barnalega frekju kalla ég ekki góða fréttamennsku.
Svava frá Strandbergi , 28.4.2007 kl. 02:36
Mér kom í hug hvort Helgi hefði verið ráðinn í sjónvapið tll höfuðfs FRamsókn ef svo er þarf að ráða fleiri til höfðus öðrum flokkum.
Framkoma Helga við ráðherrann var langt frá því að vera hlutlaus. Það er annars eðlis en að fá fram það sanna í máli hverju sinni.
Leðinlegt mér er hlýttt til Helga vegna ætternis hans.
Ekki var framkoma hans betri við sr. Geir Waage sem ekki fékk að útskýra mál sitt heldur var bara klippt á viðtalið.
Ef svo heldur áfram sem horfir gæti Helgi þurft að taka pokann sinn.
En oft verður góður hestur úr göldum fola og reyna að vona það besta.
Alltaf sama gamla vinstri klíkan hjá RUV líka hjá Páli, (allt stáli).
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.4.2007 kl. 04:46
Kristján Pétursson segir hér ofar: "Helgi Seljan stóð sig vel,svona eiga fréttamenn að vera.Hann lét ráðhr.viðurkenna að hún hafi ráðlagt tengdadóttur að sækja um ríkisborgararétt til Allsherjarnefndar."
Þetta er alveg fáránlegt. Auðvitað hefur Jónína ráðlagt tengdadóttur sinni hvernig hún ætti að bera sig að, hverjum dettur annað í hug? Það er ekkert óeðlilegt við að ráðleggja fólki og það er beinlínis skylda okkar að ráðleggja því fólki sem stendur okkur næst.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.4.2007 kl. 05:14
Mig langar rétt að bæta við og benda á það sem mestu máli skiptir í þessari umræðu.
Auðvitað og sjálfsagt er að Jónína skildi ráleggja tengdadóttir sinni með þessum hætti og benda henni á hvert hún gæti vísað málinu eftir að útlendingastofnun hafði hafnað umsókninni.
Það sem er þó óeðlilegt og ósangjarnt í þessu máli öllu er það að Jónína kaus sjálf með því að þessi umsókn yrði samþykt þegar að kosið var um veitingu ríkisborgararéttsins í þinginu.
Jónína hefði þar átt að ganga úr þingsal/eða sleppa því að taka þátt í kosningunni þar sem henni var fullljóst að kringumstæður málsins væru harla óvenjulegar.
Þetta mál lyktar illa af spillingu og mun ráða því hverjum ég legg mitt atkvæði í komandi kosningum.
Sigursteinn Gunnar Sævarsson, 28.4.2007 kl. 07:05
Mikið af mjög góðu fólki af erlendu bergi brotnu býr á íslandi. Einn sem ég þekki er að kenna við Háskóla Íslands, hann hefur ekki tækifæri á að fá íslenskan ríkisborgararétt fyrr en eftir 7 ára búsetu á landinu. Dorrit Moussaieff fékk enga undanþágu, það er eðlilegt að fólk vilji vita hvað er þess valdandi að einhverjir ertu teknir fram fyrir aðra. Þetta er alls ekki einkamál Jóninu og fjölskyldu hennar, lögin eiga að liggja ljós fyrir og fréttamenn eiga rétt á skýringu og alsherjarnefndin á að upplýsa um þær undantekningar sem heimila hraðafgreiðslu ríkisborgararéttinda.
Persónulega fannst mér Jónina koma illa fram, hún hefði átt að upplýsa frétta manninn um þær reglur sem gilda án þess að tilgreina persónulegar aðstæður tengdadóttur sinnar. Þannig hefði hún getað komist vel frá þessu máli. Í stað þess kaus hún að bjóða okkur landsmönnum uppá skítkast og leiðindi. Frétta menn þurfa líka að gæta betur að framsetningu frétta, þeir eru til þess að fræða og upplýsa.
Ester Sveinbjarnardóttir, 28.4.2007 kl. 08:14
Ein spurning: Bjarni Ben. fullyrti að enginn í nefndinni hefði vitað af tengslunum við Jónínu, ekki heldur framsóknarmaðurinn. En hvaða tvo meðmælendur hafði stúlkan á umsókn sinni?
Matthías
Ár & síð, 28.4.2007 kl. 08:44
Ætli Helgi sé að nota tækifærið og hefna sína á Framsókn... Eftir að Björn Ingi Hrafnsson benti honum á að hann hafi fengið starfið sitt í gegnum klíku.
Ég hef aldrei verið hrifin af Helga Seljan sem fréttamanni. Frá því ég sá hann í fyrsta sinn á skjánum.
Hallgrímur Egilsson, 28.4.2007 kl. 09:08
Þetta er bara S P I L L I N G.
Ég er eiginlega orðinn bara steinhissa á því fólki sem reynir að verja Jónínu. Í þessu dæmi er besta vörnin að steinþegja og láta gagnrýnendur líta illa út í vanþóknun sinni og nöldri.
Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með Jónínu. Ég hélt að hún væri heiðarleg, það var bara rangt. Hún notfærir sér aðstöðu sína af bestu getu. Hún reynir núna bara að nota sína huggulegu framkomu til að breiða yfir þetta. Það bara tekst ekki.
Siv Friðleifsdóttir missti sig líka þegar hún seildist í framkvæmdasjóð aldraðra til að borga fyrir sig kosningabæklinginn.
Nýlega fékk kunningi minn bréf sem merkt var Alþingi bæði á umslagi og bréfhaus. Þar var verið að kynna opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins. Þeir hika ekki lengur við að nota allt tiltækt í þessari kosningabaráttu.
Haukur Nikulásson, 28.4.2007 kl. 09:34
Það eru greinilega afar skiptar skoðanir og upplifanir á þessu viðtalið. Mér leið nú hálf illa að hlusta á þetta, þau hreinlega hnakkrifust. Hins vegar fékk maður aldrei svar við spurningunni hvað það var sem réði úrslitum um að stúlkan fékk þessa undanþágu.
Ég prófaði einnig að setja mig í þessi spor Jónínu og þá fannst mér það frekar ótrúverðugt að hún hafi EKKERT fylgst með þessu og líka að ENGINN í Alsherjarnefnd hafi vitað um þessi tengsl stúlkunnar við hana.
En maður vill jú trúa fólki.
Kolbrún Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 09:44
Mér finnst sorglegt þegar enfalt mál er látið fara í svona vitleysu. En Helgi, takk fyrir að bera þetta á torg fyrir okkur þó svo að meira hófs hefði mátt gæta.
Eftir alla þessa umræðu þá vitum við ekki neitt og það er ekki hægt að upplýsa þetta því þeir sem komu að málinu geta ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Við skulum því ekki dæma heldur vona að yfirvöld taki á þessu eins og siðmenntað fólk. Þessi siðmenntaða leið er að mínu mati að óháðir aðilar fái aðgang að öllum upplýsingum málsins (án þess að þurfa að upplýsa almenning um þau) og skoði hvort þessi undanþága sé í samræmi við fyrri undanþágur og í samræmi við lög. Þetta þarf að gerast hratt. Þetta mál ætti að vera einfalt þannig að þetta ætti ekki að taka langan tíma 1-2 daga kannski. Vona að við berum gæfu til að hætta að rífast um keisarans skegg Jónínu, nafndarmanna og kjósenda vegna.
Eysteinn Ingólfsson, 28.4.2007 kl. 10:22
Það er gjörsamlega forkastanlegur andskoti að almúgadrengur eins og Helgi Seljan yngri skuli voga sér að bugta sig ekki og beygja fyrir Valdinu.
Jónína Bjartmarz stóð sig afskaplega vel að vanda með sitt klassíska háborgaralega glanspíubros á vör.
Okkur er hollt að muna að frú Bjartmarz fer aldrei yfir nein strik, þveröfugt við það sem Seljan yngri lætur sér sæma.
Jóhannes Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 10:51
Jónína stóð sig vel. Það er ansi illa af henni vegið. Er ekki Framsóknarmaður en það er verið að gera úlfalda úr mýflugu.
Örvar Þór Kristjánsson, 28.4.2007 kl. 11:38
Nú er tímabært að selja RÚV. Ríkið á ekki að kosta svona blaðamennsku. "Hin nýja blaðamennska" er vel geymd á tímaritinu Ísafold. Helgi ætti að sækja um starf á þeim vettvangi . Útvarpsstjóri hlítur að bera einhverja ábyrgð á þessari skömm!
Júlíus Valsson, 28.4.2007 kl. 12:17
Haukur. Hvað er spilling í þessu máli hennar Jónínu. Það er ekki nóg að gala eins og hani á priki, þú verður að rökstyðja mál þitt, en vera ómerkingur ella.
Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 12:21
Takk fyrir kommentin.
Sitt sýnist hverjum. Skoðanirnar eru ólíkar og borin von að allir verði sammála. Sínum augum lítur hver í senn þetta mál og viðtalið í Kastljósinu. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvort að Jónína Bjartmarz nær endurkjöri þann 12. maí fyrst og fremst og auðvitað hvernig mælingar Framsókn fær í könnunum í kjölfarið.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 28.4.2007 kl. 12:41
Já Helgi stóð sig hræðilega þarna og þetta var mikil niðurlæging fyrir annars góða og fagmannlega fréttastofu Rúv.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 14:13
Ester nefnir að Dorritt Musareff hafi ekki fengið undanþágu og nefndir dæmi um mann sem hún þekkir sem hefur verið hér í 7 ár og ekki fengið ríkisborgararétt. Um Dorritt er það að segja að hún sótti aldrei um undanþágu, ég held að það hefði verið alveg glerljóst að umsókn hennar um það hefði verið samþykkt alveg umræðulaust. Hún er eiginkona þjóðhöfðingja okkar og þar með oft fulltrúi okkar á erlendri grund og við móttökur. Það var ekki fyrr en hún missti sig í einhverju landamærastússi og það var tekið upp á vídeó og spilað í ísraelsku sjónvarpi henni til háðungar að hún gekk í að sækja um ríkisborgararétt hérna.
Það er áhugavert að heyra sögur af því að fólk hafi sótt um undanþágu til þessarar alsherjarnefndar og verið synjað, það eru einu tilvikin sem hægt er að bera saman við þessa afgreiðslu. Mér sýnist ekki hafa verið margar umsóknir og sennilega eru fáir sem vita af og nota þessa leið. Ég ætla að hvetja alla útlendinga í fjölskyldu minni núna til að prófa þetta, það er sjálfsagt að sjá hvað kemur út úr þessu.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.4.2007 kl. 16:19
Fróðlegt að setja þetta mál í samhengi við karlmennina em Björn Bjarnason lét senda úr landi brott á þeim forsendum að þeir væru ekki orðnir 24 ára árið 2005 en báðir voru þeir giftir íslenskum konum. Misjafnlega er farið með fólk.
Gunnar Björnsson, 28.4.2007 kl. 16:59
Mér þótti framganga Helga Seljans hins ágæta Samfylkingarmanns helst til of harkaleg. Hann virðist þó alltaf detta í þá gryfju að leyfa ekki gestum þáttarins að svara spurningum sem hann leggur fyrir þá. Hann vill helst hafa þetta allt hjá sér þe að spyrja og svara og það er ekki góð blanda af fréttamanni!
En hitt er svo allt annar handleggur - þessi vesen á Framsóknarmönnum, það er eins og þeir séu að koma öllum sínum að á "réttum" stöðum áður en flokkurinn fer úr stjórn! Sem hann mun án efa gera eftir kosningar með þessu áframhaldi!
Óttarr Makuch, 28.4.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.