Pólitískar pælingar um stöðu Jónínu Bjartmarz

Jónína BjartmarzÞað er víst alveg óhætt að fullyrða að skiptar skoðanir séu enn á máli tengdu veitingu ríkisborgaréttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Sú umræða stoppaði ekki eftir umdeildan Kastljósþátt á föstudagskvöldið. Í dag sagði Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hreint út að hann teldi að stúlkan hefði notið sérmeðferðar við veitingu ríkisborgararéttarins.

Það hafa fáir stjórnmálamenn, að ég tel reyndar enginn, sagt það fyrr með svo afgerandi hætti. Þetta segir hann þrátt fyrir ummæli fulltrúa Samfylkingar í allsherjarnefnd, Guðrúnar Ögmundsdóttur, fráfarandi alþingismanns. Það vekur vissulega mikla athygli. En þetta mál hefur verið mikið rætt. Stór hluti umræðunnar hefur verið á vettvangi netsins. Allir virðast hafa skoðun á því. Það hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnmálamann að sjá slíka umræðu um sig, en hún er óumflýjanleg þegar að hitinn er með þessum hætti.

Ég hef séð suma skrifa með þeim hætti að Jónína eigi að segja af sér. Ég er ekki þeirrar skoðunar. Það eru þingkosningar eftir þrettán daga og þar ráðast örlögin. Jónína sækist eftir umboði áfram. Hún leitar til kjósenda í kjördæmi sínu. Það er þeirra að ákveða eftir þetta mál og annað sem gerst hefur á kjörtímabilinu hvort hún njóti stuðnings. Þar ráðast örlögin. En þetta mál er eflaust ekki búið. Það verður athyglisvert að sjá hvað gerist eftir helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Það er eitt afar sérstakt á þessu máli sem lítið er rætt um, það er hvenær málið skaust uppá yfirborðið, þ.e. degi áður en frestur til þess að skila inn framboðslistum rennur út.. Sem gaf flokknum ekkert svigrúm til þess að íhuga afsögn Jónínu, þar sem hún er fyrsti maður þeirra á lista í Reykjavik suður. Framsókn neyðist því til þess að ferðast restina af þessari baráttu með lík í skottinu.

Gaukur Úlfarsson, 30.4.2007 kl. 01:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mikið rétt Gaukur. Þau geta ekki annað en brosað í gegnum málið og varið hana, það er ekkert annað í stöðunni. Þetta er vont mál svo skömmu fyrir kosningar og í raun ekkert hægt að gera. Mjög erfitt mál í raun.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.4.2007 kl. 01:26

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hvers vegna þarf að verja Jónínu Bjartmarz í þessu máli? Ef við einhvern er að sakast - ef á annað borð er við einhvern að sakast - væru það þá ekki helst Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir? Og síðan þingheimur, sem samþykkti veitingu ríkisborgararéttarins?

Hlynur Þór Magnússon, 30.4.2007 kl. 02:11

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég er ósammála því að Jónína eigi ekki að segja af sér.  Ég hef í mörg ár aðstoðað fólk frá Asíu við að fá ættingja í heimsókn.  Svo ekki sé talað um að fá ástvini til dvalar á Íslandi.  Það er ekkert smá þungt í vöfum.  Það tekur heilu árin að fá einfalt heimsóknarleyfi.  Það vantar allar skýringar á dæmi tengdatóttur ráðherrans.  Nefndarmennirnir 3 bera við minnisleysi og ókunngleika við fjölskyldu Jónínu.  Það er ekki eins og þeir séu að afgreiða á færibandi þúsundir umsókna.  Inn á þeirra borð koma kannski 20 - 30 umsóknir á ári (rúmlega 1 á mánuði).  Nefndarmenn vissu að Jónína á S-Ameríska tengdadóttir.  Lögheimili tengdadótturinnar er heimili Jónínu,  Klifjasel 18.  Ókey,  kannski eiga svo margir heima á Klifjaseli 18 að það er auðvelt að ruglast í ríminu.  Nei,  ætli það. 

Jens Guð, 30.4.2007 kl. 03:30

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

"Nefndarmenn vissu að Jónína á S-Ameríska tengdadóttir" Hvar hefur það komið fram?

Gestur Guðjónsson, 30.4.2007 kl. 08:23

6 Smámynd: Tarkus

Hér virðist vera kominn tími á að skipa nýja menn í nefndina. Þessir virðast vera komnir með Aalzheimer og muna varla hvort þeir mættu á fund eða ekki.

Það er hárrétt sem Stefán Friðrik segir að það er jú við nefndina að sakast, þetta er þeim "að kenna". Jónína er bara sek um siðleysi og alveg ROSALEGT dómgreindarleysi svona rétt í aðdraganda kosninga. Annars hélt ég að svona hrópandi klíkuskapur hefði dáið út með þarsíðustu kynslóð, en þetta virðist kannski erfast...innan vissra stjórnmálaflokka etv.

Tarkus, 30.4.2007 kl. 10:04

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þetta "mál" segir meira um sjálfsskipaða dómara sem allt þykjast vita og allt skilja, og efast ekki eitt augnablik um eigin dómgreind, það er sorglegt. Það verður alls kosið um fjölskyldumál Jónínu Bjartmars, svo mikið er víst.

Benedikt Halldórsson, 30.4.2007 kl. 10:31

8 Smámynd: Jens Guð

  Gestur,  almenningur vissi að Jónína á S-Ameríska tengdadóttur.  Það er langt síðan ég heyrði af því.  Þekki ég konuna þó ekki neitt.  Það er fráleitt að ætla að vinnufélagar Jónínu,  þar á meðal flokksfélgi hennar,  hafi verið í hópi fárra sem ekki vissu um það. 

  Þó að Benedikt Halldórsson kannist ekki við heimilisfang vinnufélaga sinna til áratuga þá segir það meira um fáfræði og athyglisbrest hans en annað.  Ég hef aldrei unnið í áratugi með nokkurri manneskju.  Hinsvegar hef ég unnið með fólki í heil og hálf ár.  Aldrei hef ég unnið lengi með manneskju áður en ég verð var við hvar viðkomandi býr. 

  Klifjasel 18 er heimilisfang sem fólk gleymir ekki svo glatt eftir að hafa heyrt það einu sinni. 

Jens Guð, 30.4.2007 kl. 12:27

9 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Í alvöru talað.. það hljóta allir að sjá að þessir meðlimir alsherjarnefndar vissu að sjálfsögðu að um var að ræða tendardóttir Jónínu. Við erum ekki að tala um Kína eða Indland hérna, við erum að tala um örfáar hræður á pínulitlu skeri þar sem allir vita allt um alla, tala nú ekki um ráðherra! Það er mjög barnalegt að halda því fram að þeir hafi ekkert vitað hver þessi stúlka væri, en samt fékk hún sérmeðferð!??

Stefán Örn Viðarsson, 30.4.2007 kl. 12:48

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og góðar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.4.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband