Umdeild dagblaðaauglýsing Jóhannesar í Bónus

Jóhannes Jónsson Það er óhætt að segja að auglýsingaherferð Jóhannesar Jónssonar í Bónus í dagblöðum í dag þar sem hann hvetur kjósendur í Reykjavík suður til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika yfir nafn Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, hafi vakið mikla athygli. Það á sér engin fordæmi, svo ég viti til, að auðmaður af þessu tagi, eða einstaklingur yfir höfuð, kaupi heilsíður í dagblöðum til að ráðast að stjórnmálamanni með þessum hætti á lokastund kosningabaráttu og hvetja til yfirstrikunar á hann.

Það má vel vera að margir í samfélaginu þoli suma stjórnmálamenn ekki og telji þá hafa komið illa við sig en fáir geta auglýst með þessum hætti og svona áberandi gegn einni manneskju. Það hefur vissulega verið lífleg umræða um þetta í dag. Ég skrifaði um þetta þegar að ég sá Fréttablaðið í dag. Í greininni vísa ég til þess að þetta sé í Fréttablaðinu en það var auðvitað sagt því að ég sá það blað fyrst. Þetta var í öllum öðrum blöðum nema Viðskiptablaðinu minnir mig. Annars hef ég ekki lesið öll blöð í dag, en sá ekki ástæðu til að breyta skrifunum þrátt fyrir það.

Það er vissulega fordæmi að nokkrir menn í samfélaginu keyptu heilsíður örfáum dögum fyrir forsetakosningarnar 1996 til að telja upp ýmislegt sem þeir töldu neikvætt í garð forsetaframbjóðandans Ólafs Ragnars Grímssonar. Þetta voru menn sem höfðu persónulega andúð á Ólafi Ragnari, meðal annars vegna verka hans sem fjármálaráðherra og þingmanns löggjafasamkundunnar. Þessar auglýsingar komu af stað samúðarbylgju með Ólafi Ragnari. Hann vann forsetaembættið og vist á Bessastöðum með yfirburðarkosningu skömmu síðar og töldu margir auglýsingarnar hafa tryggt honum Bessastaði með áberandi hætti, en fram að því var jafnvel talið að munurinn yrði minni.

Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þessi auglýsingamennska Jóhannesar Jónssonar í fjölmiðlum hefur. Það vekur vissulega nokkra athygli að hann lýsi svo opinberlega yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, enda er þetta stuðningur við flokkinn. Hann vísar þó beint til andúðar sinnar á dómsmálaráðherranum. Sú andúð er ekki beint ný af nálinni, en fræg voru hvassyrt ummæli hans í Örlagadeginum, þætti Sigríðar Arnardóttur í haust, gegn Birni og fleiri nafngreindum mönnum.

En svona auglýsingamennska á sér fá fordæmi og vekur athygli á þeirri stundu er kosningabaráttunni lýkur. Þetta hefur verið eitt aðalumræðuefnið á síðasta degi kosningabaráttunnar og var meira að segja rætt í lokaumræðum leiðtoganna á Ríkissjónvarpinu fyrr í kvöld. Þar vöktu athygli ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að þetta væru innanflokksátök innan Sjálfstæðisflokksins. Heldur voru það kómísk og dapurleg ummæli að mínu mati.

En svona auglýsingabarátta eins manns gegn einum stjórnmálamanni með svo opinskáum og áberandi hætti vekur athygli. Það verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvaða eftirmálar fylgi auglýsingamennsku Akureyringsins Jóhannesar Jónssonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég sé ekkert athugavert við þetta. Ég hef sjálfur hvatt Sjálfstæðismenn til að strika út Árna Johnsen. Jóhannes er þó að nota eigið fé. Þingflokkarnir eru að nota ALMANNAFÉ til að auglýsa sig (og þar með talið dæmda þjófinn) til að komast á Alþingi.

Haukur Nikulásson, 12.5.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Jóhann H.

Stefán. Samúðaratvæði til Björns Bjarna og sjáfstæðisflokksins?  Dream on...

Mundu bara þetta.  Eftir nokkra daga mun þessi (þá)umboðslausi maður skipa Jón H.B. í stöðu ríkissaksóknara og þannig verðlauna honum þýlyndið í Baugsmálinu.  Enda seldi J.H.B.S. þar sína faglegu æru.  Þú munt efaust kommentera á þennan ráðahag eins þér er einum lagið: ..."enda afskaplega mætur maður og hæfileikaríkur og bla bla ba...

Jóhann H., 12.5.2007 kl. 01:16

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Hvet þig til að skoða greiningu Jóns Magnússonar á þessari auglýsingu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.5.2007 kl. 02:06

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Haukur: Þetta á sér engin fordæmi. Þetta vekur mikla athygli. Sérstaklega er þetta athyglisvert í ljósi þess að Jóhannes í Bónus hvetur menn til að kjósa flokkinn um leið, enda auðvitað ekki hægt að strika yfir Björn nema maður kjósi Sjálfstæðisflokkinn.

Jóhann: Jóhannes lýsti yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í auglýsingunni. Þetta er því í raun afskaplega ólíkt málinu varðandi auglýsinguna gegn Ólafi Ragnari, enda var hún hrein andúð á öllu sem tengdist frambjóðandanum. Jóhannes ætlar sér greinilega að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum.

Guðrún María: Takk fyrir ábendinguna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.5.2007 kl. 02:22

5 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Sæll, þú ofurbloggari

Einhverjum kann að þykja Björn hafa lagt inn fyrir þessari uppákomu. -Hvað sem um auglýsinguna má segja þá verður útstrikunarfjöldi á BB móment í talningunni, ekki síður en hjá ÁJohnsen í Suðurkjördæmi. Sagðir þú ekkert beint eða óbeint um útstrikanir í bloggi þínu (sem er, vænti ég, eitt það mest lesna) þegar þú lýstir ákveðinni vanþóknun þinni á vistun ÁJ á xD lista?

Mér finnst BB hrokafullur stjórnmálamaður. Hvað á manni annars að finnast í ljósi ummæla ráðherrans um eigin embættisfærzlur? "Ákvörðunin var tekin á faglegum forsendum og er því hafin yfir gagnrýni" -Hvað er í gangi?

Þorsteinn Egilson, 12.5.2007 kl. 07:13

6 Smámynd: Helgi Már Barðason

Margir vita að ég er ekki hrifinn af Ólafi Ragnari en mér ofbauð á sínum tíma auglýsingin sem þú nefnir, Stefán, og taldi hana vægast sagt ósmekklega. Sama gildir um hana þessa, enda Björn ekki einu sinni í kjördæmi Jóhannesar. Hvað er maðurinn að skipta sér af framboðslistum í öðrum kjördæmum? Og sitt er hvað, að segja álit sitt á blogginu eða nota auðæfi sín til að kaupa heilsíðuauglýsingar í (nær) öllum dagblöðum og reyna að hafa áhrif á kjósendur langt í burtu. Þvílík paranoja.

Helgi Már Barðason, 12.5.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband