Mun Jón Sigurðsson segja af sér formennsku?

Jón Sigurðsson Sú spurning hlýtur að vakna eftir sögulegt afhroð Framsóknarflokksins í alþingiskosningunum hvort að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, muni segja af sér formennskunni. Hann er landlaus pólitískt eftir kosningarnar; náði ekki kjöri í Reykjavík, en þar þurrkaðist flokkurinn út með athyglisverðum hætti. Þar fóru þrjú þingsæti fyrir borð. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, fékk gríðarlegan skell í kosningunum og féll af þingi. Flest bendir til að stjórnmálaferli hennar sé lokið.

Að flestra mati var stærsta spurningin fyrir Framsóknarflokkinn í vor sú hvort að Jón Sigurðsson yrði sterkur leiðtogi að kosningum loknum. Hann fór fram sem einhver sáttaframbjóðandi úr Halldórsarminum til formennsku og þótti fyrirfram séð blasa við að þessar kosningar gætu orðið honum erfiðar. Þetta sögulega áfall flokksins er mjög áberandi og hrunið í Reykjavík er auðvitað æpandi áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Tveir ráðherrar eru fyrir borð og það er auðvitað mjög áberandi staða sem varla verður sniðgengin.

Það hlýtur að vera svo að Framsóknarflokkurinn horfi inn á við eftir þessar kosningar og íhugi vel stöðu sína. Þessar kosningar voru skellur fyrir Framsóknarflokkinn sem hefur verið flokkur valda og áhrifa um áratugaskeið. Það að formaðurinn sé pólitískt landlaus með þessum hætti er Framsóknarflokknum áfall og umboð hans sem formanns hefur laskast gríðarlega með þessu fylgishruni í Reykjavík sem blasir við.

Staða Jóns Sigurðssonar er varla viðunandi. Framsóknarflokkurinn og stuðningsmenn hans vakna til nýrrar tilveru í dag. Kannski má líta víða á stöðu flokksins sem varnarsigur. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, vann mikinn varnarsigur í Norðausturkjördæmi með því að ná inn þriðja manni og verða 2. þingmaður Norðausturkjördæmis og staða flokksins í Norðvesturkjördæmi hlýtur að teljast ótrúlega góð miðað við allt svosem.

Á höfuðborgarsvæðinu er hrunið algjört og þar er flokkurinn algjörlega lamaður. Í Reykjavík er þessi forni flokkur valdanna gufaður upp af þingi. Vond staða að vakna við fyrir formann flokks í ríkisstjórn. Jón er ekki á þingi. Staða hans hlýtur að teljast pólitík skelfing og spurningar um framtíð hans eru óhjákvæmilegar eftir svona mikla martröð. Það er ekki undrunarefni að spurt sé hvort honum sé sætt eftir þetta afhroð.

mbl.is Björn Ingi Hrafnsson: Yngri kynslóðin mun fylkja sér bak við Jón Sigurðsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband