17.5.2007 | 08:14
Að vita hvorki hvaðan er komið né hvert skal halda
Ég verð að viðurkenna að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, virkaði á mig í kvöldfréttum í gærkvöldi eins og maður sem vissi hvorki hvaðan hann væri að koma né hvert hann vildi eiginlega halda. Það voru mjög undarleg svör óvissunnar sem komu frá honum og greinilegt að mun meiri óvissa er innan Framsóknarflokksins með stöðu mála en mér hafði eiginlega órað fyrir.
Jón er vissulega í mjög erfiðri pólitískri stöðu, sem hlýtur að teljast um leið pínleg fyrir Framsóknarflokkinn. Það er mjög sárt fyrir flokksformann að ná ekki kjöri sem alþingismaður og eiga ekki heldur neina möguleika á aðkomu að þinginu sem varaþingmaður mögulega í öðru ljósi. Þegar að Geir Hallgrímsson féll af þingi vorið 1983 sem formaður Sjálfstæðisflokksins og Ólafur Ragnar Grímsson varð formaður Alþýðubandalagins utan þings árið 1987 áttu þeir möguleika á aðkomu að þinginu sem varaþingmenn. Báðir urðu ráðherrar eftir að hafa ekki náð á þing.
Það blasir við að eini möguleiki Jóns Sigurðssonar á að koma nærri þingstörfum næstu fjögur árin, eða allavega fram að næsta flokksþingi Framsóknarflokksins, er með því að vera áfram ráðherra í ríkisstjórn. Ella situr hann mæddur til hliðar með annan fulltrúa flokksins sem talsmann hans inni í þingsölum og í forystu þingstarfanna almennt. Sá aðili væri án nokkurs vafa Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem Halldórsarmurinn gat ekki sætt sig við sem flokksformann eftir dramatíska afsögn Halldórs Ásgrímssonar á Þingvöllum fyrir tæpu ári og í öllum vandræðunum sem á eftir fylgdu og þar til að Jón Sigurðsson var sóttur til verka í Seðlabankann.
Það virðist blasa við að forysta Framsóknarflokksins vilji horfa til stjórnarsamstarfs áfram. Þar virðist fremst fara í flokki Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, en úr hennar kjördæmi koma þrír af sjö þingmönnum Framsóknarflokksins eftir þessar alþingiskosningar. Valgerði hugnast lítt að halda til vistar sem óbreyttur alþingismaður í stjórnarandstöðu hafandi náð varnarsigri í Norðausturkjördæmi við erfiðar aðstæður, tekist að slá niður Samfylkinguna og VG sem ógnuðu stöðu Framsóknarflokksins, og standa keik, og í raun vera með sterkustu stöðuna innan flokksins. Vandi málsins virðist vera ólga innan grasrótar flokksins með að sitja áfram í stjórn.
Það er auðvitað mikið veikleikamerki fyrir Jón Sigurðsson ef það þarf að double check-a hvern einn og einasta miðstjórnarmann í Framsóknarflokknum til að kanna hvort að stjórnarsamstarf njóti stuðnings. Alla jafna er þátttaka í ríkisstjórn undir valdi formanns flokksins og hann hefur traust og styrkleika til að vega og meta stöðu flokksins sem hann leiðir. Það virðist ekki vera raunin innan Framsóknarflokksins. Þar ræður óvissan ein og ólga virðist vera um kostina í stöðunni, hvort halda eigi áfram eður ei. Það virðist vera um framtíð flokksins að tefla að margra mati. Þetta er óvissa sem er mjög áberandi, einkum í augum trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins.
Í dag ritar Ingvar Gíslason, fyrrum menntamálaráðherra og leiðtogi Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra hinu forna, athyglisverða og áberandi grein í Fréttablaðið. Þar tjáir hann andstöðu sína við áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og gengur skrefinu lengra með því að tala hreint út um þá afstöðu að Framsóknarflokkurinn eigi að fara í stjórnarandstöðu og byggja sig upp - hann sé umboðslaus til áframhaldandi stjórnarsetu. Þessi skoðun Ingvars ómar áberandi tjáningu Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og flokksformanns.
Jón Sigurðsson stendur ekki vel á þessum örlagatímum á sínum stjórnmálaferli og fyrir flokkinn sem hann leiðir, sem varð fyrir sögulegu pólitísku áfalli um liðna helgi. Það er ekki óeðlilegt að hann sé hugsi yfir framtíðinni. Eftir því sem hikið verður þó meira og áberandi en það sem sást greinilega á tröppum Stjórnarráðsins í gær minnka líkurnar á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það hefur verið örlagaríkt og tryggt miklar framfarir.
En kannski er nú komið að leiðarlokum. Sjáum við endalok þessa samstarfs í dag eða á morgun? Það verður svo sannarlega fróðlegt að sjá.
Jón er vissulega í mjög erfiðri pólitískri stöðu, sem hlýtur að teljast um leið pínleg fyrir Framsóknarflokkinn. Það er mjög sárt fyrir flokksformann að ná ekki kjöri sem alþingismaður og eiga ekki heldur neina möguleika á aðkomu að þinginu sem varaþingmaður mögulega í öðru ljósi. Þegar að Geir Hallgrímsson féll af þingi vorið 1983 sem formaður Sjálfstæðisflokksins og Ólafur Ragnar Grímsson varð formaður Alþýðubandalagins utan þings árið 1987 áttu þeir möguleika á aðkomu að þinginu sem varaþingmenn. Báðir urðu ráðherrar eftir að hafa ekki náð á þing.
Það blasir við að eini möguleiki Jóns Sigurðssonar á að koma nærri þingstörfum næstu fjögur árin, eða allavega fram að næsta flokksþingi Framsóknarflokksins, er með því að vera áfram ráðherra í ríkisstjórn. Ella situr hann mæddur til hliðar með annan fulltrúa flokksins sem talsmann hans inni í þingsölum og í forystu þingstarfanna almennt. Sá aðili væri án nokkurs vafa Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem Halldórsarmurinn gat ekki sætt sig við sem flokksformann eftir dramatíska afsögn Halldórs Ásgrímssonar á Þingvöllum fyrir tæpu ári og í öllum vandræðunum sem á eftir fylgdu og þar til að Jón Sigurðsson var sóttur til verka í Seðlabankann.
Það virðist blasa við að forysta Framsóknarflokksins vilji horfa til stjórnarsamstarfs áfram. Þar virðist fremst fara í flokki Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, en úr hennar kjördæmi koma þrír af sjö þingmönnum Framsóknarflokksins eftir þessar alþingiskosningar. Valgerði hugnast lítt að halda til vistar sem óbreyttur alþingismaður í stjórnarandstöðu hafandi náð varnarsigri í Norðausturkjördæmi við erfiðar aðstæður, tekist að slá niður Samfylkinguna og VG sem ógnuðu stöðu Framsóknarflokksins, og standa keik, og í raun vera með sterkustu stöðuna innan flokksins. Vandi málsins virðist vera ólga innan grasrótar flokksins með að sitja áfram í stjórn.
Það er auðvitað mikið veikleikamerki fyrir Jón Sigurðsson ef það þarf að double check-a hvern einn og einasta miðstjórnarmann í Framsóknarflokknum til að kanna hvort að stjórnarsamstarf njóti stuðnings. Alla jafna er þátttaka í ríkisstjórn undir valdi formanns flokksins og hann hefur traust og styrkleika til að vega og meta stöðu flokksins sem hann leiðir. Það virðist ekki vera raunin innan Framsóknarflokksins. Þar ræður óvissan ein og ólga virðist vera um kostina í stöðunni, hvort halda eigi áfram eður ei. Það virðist vera um framtíð flokksins að tefla að margra mati. Þetta er óvissa sem er mjög áberandi, einkum í augum trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins.
Í dag ritar Ingvar Gíslason, fyrrum menntamálaráðherra og leiðtogi Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra hinu forna, athyglisverða og áberandi grein í Fréttablaðið. Þar tjáir hann andstöðu sína við áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og gengur skrefinu lengra með því að tala hreint út um þá afstöðu að Framsóknarflokkurinn eigi að fara í stjórnarandstöðu og byggja sig upp - hann sé umboðslaus til áframhaldandi stjórnarsetu. Þessi skoðun Ingvars ómar áberandi tjáningu Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og flokksformanns.
Jón Sigurðsson stendur ekki vel á þessum örlagatímum á sínum stjórnmálaferli og fyrir flokkinn sem hann leiðir, sem varð fyrir sögulegu pólitísku áfalli um liðna helgi. Það er ekki óeðlilegt að hann sé hugsi yfir framtíðinni. Eftir því sem hikið verður þó meira og áberandi en það sem sást greinilega á tröppum Stjórnarráðsins í gær minnka líkurnar á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það hefur verið örlagaríkt og tryggt miklar framfarir.
En kannski er nú komið að leiðarlokum. Sjáum við endalok þessa samstarfs í dag eða á morgun? Það verður svo sannarlega fróðlegt að sjá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eftir að hafa hlustað á Bjarna Harðar. í silfri egils um daginn gátu allir séð að þessi möguleiki á þessari stjórn væri mjög hæpinn enda þarna væntanlega ný sleggja komin fram.
Hvað svo sem gerist þá vona ég að vg komi þar hvergi nærri.
Óðinn Þórisson, 17.5.2007 kl. 10:15
Ég sé fyrir mér að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn halda samstarfinu áfram eða ekki. Það eru einu möguleikarnir í stöðunni.
Captain Obvious, 17.5.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.