Einkaviðræður flokksleiðtoga - þreifingar í gangi

Siv, Jón og Geir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson hafa haldið spilum myndunar ríkisstjórnar mjög þétt að sér á einkafundum í Stjórnarráðshúsinu í dag. Búast má þó við að örlög tólf ára stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ráðist fyrir helgina og hvaða skref verði stigin næst við stjórnarmyndun. Ljóst er að óformlegar þreifingar hafa átt sér stað milli málsmetandi manna í ólíkum flokkum og staða mála könnuð með áberandi hætti.

Greinilegt er að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, kannar vel hug grasrótar flokksins og lykilforystumanna innan hans þessa dagana. Sérstaklega er þar sjónum beint að því hver afstaða miðstjórnarmanna er til þess valkosts að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það er ljóst að miðstjórn Framsóknarflokksins verður að taka afstöðu til ríkisstjórnarþátttöku og þar verða spilin vel að vera ljós áður en einhver skref eru stigin. Það er greinilegt á bloggpælingum og blaðaskrifum að skoðanir eru skiptar innan Framsóknarflokksins um hvort halda eigi áfram.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru ennfremur mjög skiptar skoðanir um það hvert skuli stefna. Þó er uppi á borðinu greinilega afgerandi afstaða þess efnis að látið verði reyna á þetta samstarf. Það situr þó í mörgum greinilega að þetta sé of tæpur þingmeirihluti til að láta á reyna, nema að afgerandi samstaða sé innan Framsóknarflokksins um að halda áfram, enda má þessi ríkisstjórn ekki við neinum skakkaföllum eigi hún að halda áfram eins og ekkert hafi í raun í skorist. Greinilegt er eins og flestir hafa bent á að landsbyggðarhópur Framsóknarflokksins, einkum í Norðausturkjördæmi þar sem varnarsigur vannst, vilji halda áfram.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum. Á morgun er reyndar uppstigningardagur og frídagur þar með. Ólíklegt má teljast að hugleiðingar um myndun ríkisstjórnar fari í frí þar með, enda er ekkert mál rætt meir þar sem tveir stjórnmálaáhugamenn hittast yfir kaffibolla þessa dagana en það hvaða flokkar myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar á laugardag. Það er enda svo að allir hafa skoðun á hvaða stjórn verði mynduð, hvort sem það eru fylgismenn stjórnarflokkanna eður ei.

Eins og fram kom í pistli mínum í gær horfist Geir H. Haarde í augu við sömu valkosti nú og Davíð Oddsson fyrir tólf árum; hvort mynda eigi ríkisstjórn með eins manns þingmeirihluta, 32 þingsætum. Það eru skiptar skoðanir um hvað muni gerast. Vel verður fylgst með hvort afstaða Geirs verði sú sama og Davíð tók eða hvort hann meti slíkt samstarf starfhæft.

mbl.is Viðræður stjórnarflokka enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband