"Ekki benda á mig!"

Siv Friðleifsdóttir Það er mjög hlægilegt að fylgjast með handabendingarleikjum væntanlegra stjórnarandstöðufulltrúa sem eru núna komnar á fullt. Í Íslandi í dag á Stöð 2 rétt í þessu voru Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, og Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður VG, að benda á hvor aðra um hvor hefði nú klúðrað möguleikum á vinstristjórn og báðar greinilega mjög sorrí yfir stöðu sinni verandi að fara að deila fleti í stjórnarandstöðu á komandi árum.

Umræðan í dag hefur verið um það að fulltrúar flokkanna sem ekki eru í stjórnarmyndunarviðræðum eru að benda á það hvor hefði nú klúðrað þessu og hver hefði flaskað á öðru. Það virðast allir nema vinstri grænir telja að þeir hafi klúðrað og varla á nokkur von á því að þeir taki þann kaleik að sér að fullum krafti. En beiskur er kaleikurinn sem gengur á milli væntanlegra stjórnarandstæðinga. Sérstaklega virðast framsóknarmenn vera sorgmæddir yfir sínu hlutskipti og væna sjálfstæðismenn um svik með lítt glæsilegum hætti.

Staða mála er auðvitað mjög spennandi hvað það varðar að það er í pípunum ný ríkisstjórn sem mun væntanlega hafa einn öflugasta þingmeirihluta á Alþingi. Að sama skapi er stjórnarandstaðan verulega veik og ekki á neinn sérstaklega von á að þeir sem manna sætin tuttugu þar verði hoppandi glaðir yfir hlutskipti sínu. En það er samt sem áður mjög kostulegt að fylgjast með þessum handabendingarleikjum sem halda endalaust áfram, enda litlar líkur á að nokkur bendi á sjálfan sig sem sökudólg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband