Sorgleg staða á Vestfjörðum

Kambur Það leikur enginn vafi á því að það er sorglegt að heyra fréttir af sviptingum í atvinnumálum á Vestfjörðum. Það er alltaf dapurt þegar að framtíð heillar byggðar er í hættu vegna framtíðar eins fyrirtækis á brauðfótum. Það er alveg ljóst af stöðu mála á Flateyri að þar er í húfi velferð heillar byggðar vegna stöðu eins fyrirtækis.

Ég skil vel ótta fólks fyrir vestan með stöðu mála, en þetta er langt í frá fyrsta áfallið sem gerist í atvinnumálum vestra. Svona uppstokkun í einu fyrirtæki verður um leið að uppstokkun heillar byggðar. Byggð sem stendur og fellur með fiskverkun og rekstri fyrirtækis við sjóinn má ekki við áfalli á borð við þetta. Þegar að 120 manns missa atvinnu í burðarfyrirtæki í lítilli byggð er það harmleikur einnar byggðar.

Það virðist vera spilað um kvótann í þessu samhengi. Það er grundvöllur stöðunnar þar. Það er alveg ljóst að vestfirskar byggðir hafi farið illa á síðustu árum. Það leikur enginn vafi að þar skekjast undirstöður þess sem skipta máli. Það er dapurlegt á að horfa. Vonandi finnst skynsamleg lausn í málefnum Vestfjarða. Það er þó ljóst að staðan þar er brothætt. Miklu máli skiptir að halda kvótanum í byggðarlaginu. Gangi það ekki eftir verður skelfing mála þar enn meiri en ella.

Það er auðvitað dapurt að ekki gangi að reka útgerð áfram á Flateyri og það hlýtur að vera grunnmál í stöðunni að finna leiðir til að hjól fyrirtækisins stöðvist ekki. Ég skil vel að Hinrik Kristjánsson vilji horfa í aðrar áttir en það er auðvitað mjög dapurt ef ekki finnast leiðir til að fyrirtækið haldi áfram við eigendaskipti, en það er greinilega við ramman reip að draga. Ég vona að málinu ljúki vel fyrir Vestfirðinga, enda er það mjög mikilvægt að svo fari.

mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Segðu mér Stebbi hvernig getur þér dottið í hug að það bjargi málunum að skipta um eigendur?Þessi kvóti sem er þarna og húsin verða ennþá meira skuldsett með sölu á þessu öllu saman.Hver getur rekið það svoleiðis?Gleymdu ekki að það eru einungis nokkrir mánuðir síðan að talað var um Flateyrar undrið.Uppgangurinn þvílíkur að annað eins var vandfundið í sögunni.Síðan þarft þú ekki að horfa langt til þess að sjá hvernig þetta kerfi.Hvað er til dæmis í gangi hjá Brim.Þar er brotið á mönnum hægri vistri og
og allt skýrt sem samstarfsörðuleikar,nauðsynleg hagræðing og sjómannafélag eyjafjarðar eru svo vondir við aumingja Guðmund vinalausa.
Hver verður skýringin þegar hann verður farinn endalega með kvótann og þau skip sem honum hugnast að eiga?

Hallgrímur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Vestfirðir

Takk fyrir að hafa áhuga á málefnum Vestfjarða. Það sem er að gerast hér er málefni allrar þjóðarinnar, ekki bara okkar hérna fyrir vestan.

Við hér á svæðinu erum að spyrna við af öllum kröftum, þeir virðast ekki duga til.

Spyrnum öll við Íslensk þjóð! 

Vestfirðir, 19.5.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Hallgrímur: Það er auðvitað ekki hægt að binda einn mann og eina fjölskyldu í rekstri sem hann vill ekki standa lengur í. Mér finnst það ekki skynsamlegt. En það er auðvitað hættan í bransanum að þegar að eitt fyrirtæki fer á flökt verður grunnurinn óstöðugur. Þetta þekkjum við á Akureyri vel, enda hefur ÚA oftar en einu sinni gengið í gegnum eigendaskipti og við höfum gengið í gegnum þessar pælingar hér og flestir vita sennilega mínar skoðanir á eigendaskiptunum þar fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dapurlegt uppgjör en það hafði blasað við um nokkuð skeið. Akureyrarbær hætti þeim rekstri, sem við hafði blasað og eigendahlutinn fór á flökt og hlutirnir hafa flökt með.

Sala á ÚA gerði grunninn þar enn ótryggari. Ég tek því undir margt af því sem þú segir og hef fullan skilning með stöðu mála. Sjálfur er ég kominn úr sjómannsfjölskyldu og þekki vel stöðuna við sjóinn. Langafi minn reif upp útgerð hér á Akureyri í upphafi 20. aldar og byggði þar traustan grunn. Það var enginn til að taka við þeim rekstri þegar að hann varð gamall og hann sagði skilið við þann bransa. Það er eðli mála því miður að traustur grunnur færist til og getur veikst. Það er galli mála.

Vestfirðir: Þetta er ekki bara mál Vestfjarða. Við erum það fá í þessu landi að heill eins verður heill okkar allra og erfiðleikar eins svæðis verður mál okkar allra. Það er mjög einfalt mál. Ég vona að mál leysist farsællega fyrir vestan og sendi fólki þar góðar kveðjur í erfiðri stöðu með von um að þar finnist lausn sem viðunandi sé. Það skiptir mjög miklu máli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.5.2007 kl. 14:25

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Stebbi Ég verð að biðja þig um að vera í nútímanum.Þegar langafi þinn var í útgerð var engum farið að detta í hug að það væri hægt að braska með fiskinn í sjónum.Hvað þá heldur að hann hafi þurft að kaupa sér aflaheimildir á fáránlega háu verði eða leigja sér einhver tonn á brjálæðislegu okurverði.Og alveg er ég sammála þetta er mál sem snerta alla landsmenn.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 01:04

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Kristinn: Takk fyrir góðar pælingar um þessi mál. Þú ert auðvitað sérfræðingur í þessum efnum og gott að fá skrif hjá þér um þessi mál.

Hallgrímur: Það var ekki meining mín að blanda þeim tíma þegar að Stefán langafi minn Jónasson stóð í útgerð af elji og krafti við það sem gerist nú. Finnst nú ummæli þín um þetta frekar lágkúruleg og ekki viðeigandi, enda blasir það við öllu heilvita fólki að þetta eru tveir ólíkir tímar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.5.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband