Spennandi pólitískar pælingar í Silfri Egils

Silfur Egils Það var áhugavert að hlusta á pólitískar pælingar um stjórnarmyndun í Silfri Egils nú eftir hádegið. Þar var rætt um stöðu mála nú þegar að við blasir að Þingvallastjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar taki við völdum eftir nokkra daga. Þetta hefur auðvitað verið mjög merkileg vika, tólf ára stjórnarsamstarfi er lokið og miklar breytingar eru framundan eftir langt stöðugleikatímabil í íslenskum stjórnmálum.

Í byrjun þáttarins var líflegt uppgjör á vikunni. Þar ræddu Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, nýkjörnir alþingismenn, það sem hefur gerst í þessari líflegu viku. Það er mjög athyglisvert að sjá ástarhaturssamband Framsóknar og VG eftir dramatík síðustu daga nú þegar að þeir eru á leið í faðmlög í stjórnarandstöðu en það verður þó mjög mikið kæfingarfaðmlag fyrir báða aðila sýnist manni. Ill eru örlög Jóns og Steingríms J. segir maður bara.

Kristján Þór svaraði kostulegum aðfinnslum Sivjar mjög vel. Siv er greinilega í rosalegri fýlu yfir yfirvofandi valdamissi Framsóknarflokksins og horfir mjög napurt til vinstri grænna sem nýs partners í íslenskum stjórnmálum. Þetta eru merkileg örlög. Annars finnst mér að Siv megi vel við una. Það munaði aðeins hársbreidd á milli feigs og ófeigs hjá henni á kosninganótt. Hún náði naumlega kjöri á meðan að Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz féllu upp fyrir garðann pólitískt með athyglisverðum hætti á kosninganótt. Siv ætti ekki að vera í mikilli fýlu finnst mér, enda var hún stálheppin að haldast enn inni í leiknum. Þetta var tæpt hjá henni og það var ekki fyrr en með maísólinni að morgni sem hún rataði aftur inn á þing.

Kristján Þór kom vel fram í þessum þætti. Það er auðvitað mikilvægt að mínu mati að hann verði ráðherra nú í þessari Þingvallastjórn. Mér finnst hann eiga það skilið. Hann hefur verið í pólitík í tvo áratugi og verið þar framarlega í forystu. Kristján Þór er vissulega nýliði á Alþingi en reynsla hans er mikil á víðum pólitískum vettvangi. Hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn til sögulegs kjördæmasigurs í Norðausturkjördæmi um síðustu helgi og á að njóta þess. Svo er mikilvægt að uppstokkun verði á landsbyggðarráðherrum Sjálfstæðisflokksins að mínu mati. Hann ætti að vera afgerandi góður valkostur til ráðherrasetu.

Í þessum þætti var gaman að sjá Steinunni Valdísi í nýju hlutverki; að tala vel um Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef aldrei farið leynt með það að ég met Steinunni Valdísi mikils. Hún leiddi R-listann á erfiðum þáttaskilum eftir afsögn Þórólfs Árnasonar og var harðjaxl á sínum vettvangi við vondar aðstæður. Það var með ólíkindum að fólkið hennar í Samfylkingunni bakkaði hana ekki upp til forystu innan Samfylkingarinnar í kosningunum í fyrra. Hún var sem borgarstjóri í undarlegri aðstöðu vikurnar fyrir kosningar sem augljóslega borgarstjóri á útleið. Steinunn Valdís flaug merkilegt nokk á þing, eftir að margir höfðu afskrifað möguleika hennar.

Í sjálfu sér var þetta merkilegt spjall. Það er greinilegt að vinstri grænir horfast illa í augu við þann kaleik sinn að hafa klúðrað vinstristjórn. Ég get ekki annað sagt en að ég sé eilíflega þakklátur vinstri grænum fyrir það góðverk sitt, megi þeir hafa hrós fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Stefán Friðrik !

Jah.... sér eru nú hver ósköpin. Að Kristján Þór Júlíusson hafi staðið sig vel, gjörði gys að alvöru mála, á Vestfjörðum, þrátt fyrir áeggjan Grétars Mar Jónssonar, að ræða, af skynsemi, hversu taka skyldi á málum, á Flateyri m.a.

Þessi flokkur ykkar, Sjálfstæðisflokkurinn, er löngu orðinn baneitraður, af því fólki, hvert makar persónulega krókinn, á atvinnuvegum þjóðarinnar; og... gættu að, Stefán;; það gæti komið sá dagur, að þessir félagar þínir, og samflokksmenn hrykkju upp við það, að allsherjar uppreisn yrði, hér í landi okkar. Þótt Íslendingar séu yfirleitt seinþreyttir til vandræða, sbr. okkur, sem af Oddaverjum erum komnir, m.a., að þá gætu bókelskir menn, og hófsamir (þ.e., mínir líkar) krafið yfirgangslýð græðginnar og smánarlegrar óþjóðhollustu reikningsskilanna, fyrr en ætla mætti.

Við, sem ólumst upp, við tiltölulega kyrlátt samfélag, á síðari hluta 20. aldarinnar eigum heimtingu á, að pótintátar, undir leiðsögn þessarra skelma, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Geirs H. Haarde keyri ekki niður samfélag okkar, endanlega, til vítisheima kapítalismans, og að góðu fólki takist, að hefja mannlegt og græskulaust ræktarstarf lands og lýðs, að nýju. Þá væri, til nokkurs gagns unnið, Stefán Friðrik.

Ég er einn þeirra, sem er ekki sama; um örlög afkomenda minna og frændgarðs alls, eigum þá skuld að gjalda; forfeðrum okkar, að koma hlut okkar hnökralaust, til komandi kynslóða. 

Með blendnum þjóðernissinna kveðjum / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Kristján Þór Júlíusson stóð sig vel að vanda í þættinum,nema þegar kom að sjávarútvegsmálum,þá brá hann fyrir sig kvótakónga vörninni,sem er alslæm eins og allir vita fyrir smærri sjávarbyggðir landsins.

Siv var hreint út sagt afar slök,enda í miklu jafnvægisleysi.Ráðherrastóllinn er enn að renna undan henni.

Kristján Pétursson, 20.5.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband