Fundur boðaður í flokksráði Sjálfstæðisflokksins

Fundur hefur nú verið boðaður í flokksráði Sjálfstæðisflokksins í kvöld kl. 19:00 í Valhöll að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Þar mun verða tekin afstaða til nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ég sit í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og hef því fengið fundarboð. Það blasir því við að ný ríkisstjórn taki við á næstu dögum og vinna við myndun stjórnar sé á lokastigi og lokafrágangur standi nú yfir.

Það hefur tekið skamman tíma að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Aðeins örfáir dagar eru liðnir frá því að Geir H. Haarde fékk umboð til myndunar meirihlutastjórnar og dagarnir sem síðan hafa liðið hafa verið vel nýttir til verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það er að styttast í þetta. Greinilegt að ný ríkisstjórn er tilbúin á teikniborðinu.

PS. er þetta fundarboð ekki trúnaðarmál?

Eggert Hjelm Herbertsson, 22.5.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er frágengið og stefnir allt í stjórnarskipti á morgun á Bessastöðum.

Lít ekki svo á að þetta sé lengur trúnaðarmál þar sem fregnir af fundinum eru komnar um allt, á vefum og í umræðuna. Það hefur þegar verið gefið út að æðstu stofnanir beggja flokka hittist í kvöld.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þetta er núna á mbl...þannig að trúnaðurinn heldur ekki lengur. Ég sit í flokksstjórn Samfylkingarinnar og mæti á fund í kvöld. Þetta er mjög spennandi, verður gaman að sjá sáttmálan og ráðherraskipan.

Eggert Hjelm Herbertsson, 22.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband