Jón reynir að bera á móti pólitískum endalokum

Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, bar á móti orðrómi Steingríms Sævarrs Ólafssonar, fyrrum aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar, í Íslandi í dag, í kvöld, í tíufréttum Sjónvarps fyrir stundu. Það er ekki undrunarefni í sjálfu sér enda er Jón orðinn endanlega pólitískt dauður um leið og hann staðfestir orðróm af þessu tagi og það áður en hann missir ráðherrastól sinn í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, sem blasir við að gerist á næstu dögum.

Það er þó algjörlega ljóst að napra staðan er engu að síður óbreytt. Hann stendur í raun eftir án hlutverks í íslenskum stjórnmálum um leið og hann missir ráðherrastólinn. Sennilega væri enginn að velta þessu fyrir sér hefði Jón hlotið kjör á Alþingi í Reykjavík norður eða hefði aðkomu að þinginu sem mögulega varaþingmaður eftir að hafa misst ráðherrastólinn. Það er þó ekki í spilunum og öllum ljóst að missi Jón ráðherrastólinn eru örlögin ráðin, altént að því leyti að hann hafi einhver áhrif í íslenskum stjórnmálum. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það.

Það á varla nokkur maður von á að hann staðfesti þessi endalok sjálfur meðan að hann er enn ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hinsvegar vakti orðalag Jóns, sem höfðu voru eftir honum í tíufréttum í kvöld, mikla athygli en hann talaði þar um að beðið yrði niðurstaðna viðræðna um stjórnarmyndun og þá fyrst yrði framtíðin ljós. Ég er ekki í vafa um að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði mynduð og taki við fyrir vikulokin, svo að ég á ekki von á að hann staðfesti eitt né neitt í þessum efnum fyrr en hann hefur látið af ráðherraembætti.

Þeir eru fáir tel ég sem sjá það fyrir sér að Jón Sigurðsson verði formaður Framsóknarflokksins án pólitísks hlutverks út fyrir flokksstofnanir. Það að missa af þingsætinu var Jóni gríðarlegt áfall en það að missa lyklavöldin að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu verður enn meira áfall. Þegar að það gerist eru örlögin ráðin. Þess vegna mun Jón ekki staðfesta orðróm af þessu tagi innan úr Framsóknarflokknum og sem er fluttur af fyrrum aðstoðarmanni forvera hans á formannsstóli flokksins á prime sjónvarpstíma fyrr en hann hefur misst stöðu sína innan Stjórnarráðsins.

En örlögin eru giska ráðin og það efast varla fáir um það hvað framundan er. Allavega ekki þeir sem þekkja stjórnmál vel og vita hvaða hlutverki stjórnmálamenn verða að gegna er þeir sitja sem formenn stjórnmálaflokks. Það er enda vonlaust að vera flokksformaður með völd án þess að hafa hlutverk út fyrir flokkinn. Það er napri veruleikinn sem ekki blasir við Jóni Sigurðssyni fyrr en hann hefur misst ráðherrastólinn sem plat-form í stjórnmálum.

mbl.is Jón segir fregnir af andláti sínu stórlega ýktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt algjörlega sammála þér/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 22.5.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Ég spyr hvaða tilgang hafa þessi skrif þín gagnvart Jóni Sigurðssyni. Ég spyr ert þú að reyna að sprengja þetta upp.? Mér finnst ekki gott þegar menn eru að reyna að lítið lækka Jón Sigurðsson sem hefur staðið sig með afbrigðum vel. Það er ekki þér né öðrum sæmandi.

Enn eitt skulu menn hafa á hreinu. Ekki að hafa áhyggjur af eða gera lítið úr. Jóni Sigurðssyni eins og þú Stefán gerir. Jón Sigurðsson er mætur maður og fær vinnu þar sem honum líkar án þess að spyrja til vegar.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 22.5.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin Halli og Jóhann Páll.

Jóhann Páll: Ég er enginn örlagavaldur í lífi Jóns Sigurðssonar. Ég skrifaði í kommenti áðan um hvaða álit ég hef á Jóni. Sama hvaða skoðanir ég hef á Jóni er staða hans alveg óbreytt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að vinna með honum eða Framsókn lengur. Staða hans þegar að því samstarfi lýkur formlega með stjórnarskiptum blasir við öllum. Þetta eru bara staðreyndir mála sem ég bendi á, jafnframt væri gott að vita hvenær að það hefur gerst á síðustu áratugum áður að formaður stjórnmálaflokks sé ekki á þingi eða í neinu kjörnu embætti, hvorki í sveitarstjórn, þingi eða í ríkisstjórn. Heilt yfir óska ég Jóni hinsvegar góðs og efast ekki um að hann hefur næg tækifæri þegar að yfir lýkur hjá honum í stjórnmálum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Beint til síðasta ræðumanns: felst nokkur árás í orðum Stefáns? Hann hefur mér vitandi aldrei veist að Jóni Sigurðssyni á þessum vettvangi nema síður sé og ég les ekkert út úr þessari færslu nema raunsætt mat á stöðu Jóns í pólitík - hvergi sé ég lagt mat á persónu hans, og þaðan af síður sé ég tilraunir til lítillækkunar?

Ég verð að segja að ég er sammála ykkur báðum hvað Jón S varðar: hann er eflaust mætur maður sem verður ekki lengi atvinnulaus, en það er jafn dagljóst að frami hans í pólitík er kafli sem búið er að setja punktinn aftanvið. Basta. 

Jón Agnar Ólason, 22.5.2007 kl. 00:42

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð og vel skrifað innlegg Jón Agnar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband