Þingvallastjórnin tekur við völdum á fimmtudag

Geir og Ingibjörg Sólrún Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á fimmtudagsmorgun. Vinna við stjórnarmyndun er á lokastigi og hafa Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rætt einslega við þingmenn flokka sinna í morgun. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og flokksstjórn Samfylkingarinnar hafa verið boðuð til fundar í kvöld og því ljóst á allri stöðu mála að flokkarnir hafi náð samkomulagi.

Mikil uppstokkun verður samhliða stjórnarskiptum. Framsóknarflokkurinn er að fara í stjórnarandstöðu í þriðja skiptið á 36 ára tímabili, en hann sat í stjórn 1971-1979, 1980-1991 og frá 1995. Það stefnir því í mikla uppstokkun. Það er ennfremur sögulega athyglisvert að meginpólar til hægri og vinstri vinni saman sem hin stóra samsteypa. Þetta er mjög öflugur ríkisstjórnarkostur. Þetta er enda stjórn með mikinn stuðning og um leið mikið umboð frá landsmönnum til verka.

Það verður áhugavert að sjá hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, en fyrir liggur að ákvörðun um það verði kynnt á þingflokksfundum að loknum flokksfundum í kvöld.

mbl.is Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, nú bíður maður í ofvæni eftir ráðherraskipan. Mestan áhuga hef ég á skipan velferðarmálaráðuneytanna, heilbigðis - og félags. Hver er þín tilfinning?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.5.2007 kl. 13:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála Guðnýju Önnu, er rosa spennt fyrir ráðherrunum.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Guðný Anna: Þetta verður mjög spennandi. Ég tel mjög líklegt að Samfylkingin hafi viljað bæði velferðarráðuneytin. Yrði ekki hissa þó að þau færu bæði þangað. En það verður spennandi að heyra um niðurstöðuna eftir nokkra klukkutíma.

Ásdís: Já, þetta verður mjög áhugavert allt saman. Þið fáið allavega klárlega ráðherra, Árni Matt er öruggur um stól, enginn vafi á því.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband