Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata

Sigur Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum eru mestu pólitísku þáttaskil seinni tíma og gerir út af við lykilmál Obama tímans. Sigur hans er áfellisdómur yfir valdatíð demókrata og skoðanakönnunum (sú skoðun hlýtur að gerast áleitin hvort kannanir rétt fyrir kjördag séu eins marktækar og lengi áður og þær þreyti frekar en uppfræði).

Hillary Clinton hafði þunga byrði að bera sem reyndist of mikil að lokum. Tölvupóstmálið hafði skaðleg áhrif á bæði ímynd hennar og möguleika. Það sem þó réði úrslitum var að Trump höfðaði til hvítra kjósenda í ryðbeltinu - hann náði tiltrú og stuðningi hjá bandalagi hinna gleymdu, verkafólki í ryðbeltinu sem vildi breytingar og sópa út í Washington-kerfinu.

 

Si

gur Trump í Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan, sem hafði verið talinn eldveggur demókrata í áratugi mun stinga djúpt og skekja demókrata um langt skeið.

 

 

Demókratar höfðu tekið þessum ríkjum sem gefnum og sást t.d. af því núna að Hillary horfði framhjá Wisconsin og sinnti Michigan of lítið á lokasprettinum og taldi verkamannafylgið þar sjálfgefið.

Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir valdamaskínuna í Washington, harkaleg útreið.

 

 

Nú hafa repúblikanar öll völd í þinginu og væntanlega mun nýji varaforsetinn Mike Pence, sem forðum daga sat í fulltrúadeildinni, hafa þar mikil áhrif og verða frekar valdamikill í ljósi tenginga sinna við valdamaskínu repúblikana í þinginu í samskiptum við hinn nýja forseta sem hefur enga pólitíska reynslu.

Áhugaverðir tímar framundan í bandarískum stjórnmálum og um leið harkalegt uppgjör framundan hjá demókrötum.


mbl.is Velur nýja ríkisstjórn fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, takk! smile

Jón Valur Jensson, 12.11.2016 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband