Ummæli um samkynhneigð Stubbana afturkölluð

Stubbarnir Ekki kemur það nú að óvörum að hinn pólski umboðsmaður barna hafi dregið til baka umdeild ummæli sín um samkynhneigðar tengingar í Stubbana margfrægu. Þessi ummæli fóru held ég víðar en umboðsmaðurinn átti von á og vakti heimsathygli. Reyndar gekk þessi kona í sömu átt og sjónvarpspredikarinn nýlátni Jerry Falwell, sem lét orð í þessa átt falla fyrir sjö til átta árum að mig minnir. Þeim höfðu flestir gleymt held ég þegar að hin pólska tjáði sig.

Mér skilst að þessi umboðsmaður barna hafi reyndar gengið svo langt að tala um að biðja sálfræðinga að rannsaka hvort Stubbarnir ýttu undir samkynhneigð. Í dag er semsagt komið allt annað hljóð í strokkinn og eitthvað sem segir mér að pólskir forystumenn stjórnmálanna hafi tekið snarlega fram fyrir hendurnar á umboðsmanninum til að drepa umræðuna sem vakti heimsathygli.

Ég skrifaði aðeins um þetta í dag. Svosem litlu við það að bæta. Heilt yfir er þetta frekar hlægileg umræða finnst mér. Flestir líta held ég á Stubbana sem saklaust barnaefni, þó eflaust geti einhver sem horfir smátt á hlutina séð eitthvað sem aðrir sjá ekki.

mbl.is Umboðsmaður barna í Póllandi dregur ummæli sín um Stubbana tilbaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband