Björn og Ingibjörg Sólrún sitja saman í þinginu

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Mikið hefur verið rætt og ritað um það síðustu dagana að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sitji hlið við hlið á fundum ríkisstjórnar. Þar ræður engin tilviljun eins og bent hefur verið á og er það þeim eflaust ný upplifun að vinna saman sem samherjar og vera sessunautar á fundum ríkisstjórnar.

Ekki munu þau þó aðeins sitja saman í Stjórnarráðinu á ríkisstjórnarfundum heldur verða þau ennfremur sessunautar í þingsalnum frá og með þingsetningu á fimmtudag. Björn hefur setið lengst allra núverandi ráðherra í ríkisstjórn og situr því við hlið forsætisráðherra og formanns hins stjórnarflokksins, rétt eins og var á síðasta þingi, þegar að Björn sat við hlið Jóns Sigurðssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins.

Það er svo sannarlega ekki tilviljun hvar ráðherrar sitja í þingsalnum og þar ræður allt í senn lengd ráðherrasetunnar, hvaða ráðuneyti ráðherrann stýrir, staða ráðherrans innan flokkanna, þingreynsla og aldur. Þannig að það er engin tilviljun hvernig þeim málum er uppraðað. Það verður áhugavert að sjá þau Björn og Ingibjörgu Sólrúnu hlið við hlið í þingstarfinu. Þau hafa lengi unnið á sama vettvangi en aldrei verið samherjar fyrr en nú. Það verður fróðlegt að fylgjast með því samstarfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst alveg ljómandi gott að hafa hana nálægt Geir, hún er svo ljómandi kát og myndarleg þessa dagana.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Verður erfitt fyrir BB, sem aldrei hefur þolað Ingibjörgu. Lendir hann ekki á spítala eftir þingsetninguna með þau bæði í salnum Ólaf Ragnar og Ingibjörgu. Aumingjans maðurinn!

Auðun Gíslason, 30.5.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband