Sturla Böðvarsson kjörinn forseti Alþingis

Sturla Böðvarsson Sturla Böðvarsson, fyrrum samgönguráðherra, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann hlaut 54 atkvæði í kjöri á Alþingi á fjórða tímanum. Sturla hefur verið alþingismaður frá árinu 1991 og var samgönguráðherra 1999-2007. Sturla verður forseti Alþingis í tvö ár, en samkomulag er á milli stjórnarflokkanna að Samfylkingin fái embætti forseta Alþingis árið 2009.

Sturla er reyndur stjórnmálamaður og hefur mikla þingreynslu og hefur setið í forsætisnefnd þingsins. Hann er því mjög hæfur til verksins og mun vonandi ná að standa sig vel. Forsetaembætti þingsins er hlutverk sáttasemjara milli ólíkra póla í þingstarfinu, hann miðlar málum og leiðir starf þingsins svo sómi sé að. Það verður sérstaklega merkilegt að fylgjast með þessu hlutverki í vetur en þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar er sá mesti nú í marga áratugi. Það reynir þrátt fyrir það mjög á verklag forseta.

Sturla tekur við forsetaembættinu af Sólveigu Pétursdóttur, sem lét af þingmennsku þann 12. maí sl. Frá kjördegi til þingsetningardags hefur Birgir Ármannsson gegnt embætti forseta þingsins, sem þriðji varaforseti Alþingis, enda létu bæði Rannveig Guðmundsdóttir og Jón Kristjánsson, sem voru 1. og 2. varaforseti af þingmennsku 12. maí sl. Birgir fer nú úr forsætisnefnd og tekur við formennsku í allsherjarnefnd af Bjarna Benediktssyni. Varaforsetar þingsins verða Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þuríður Backman, Kjartan Ólafsson, Einar Már Sigurðarson, Magnús Stefánsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með verkum Sturlu á nýjum vettvangi. Þetta er nýtt hlutverk fyrir Sturlu eftir átta ár á ráðherrastóli. En um leið vaknar spurningin um hvað verði um Sturlu eftir tvö ár. Þeirri spurningu hef ég áður velt upp hér og komið með væna tilgátu um það.

mbl.is Sturla kjörinn forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband