Staða Kristjáns Þórs - áhyggjur Björns Inga

Það er ánægjulegt að sjá að Björn Ingi Hrafnsson hefur áhyggjur af pólitískri stöðu Kristjáns Þórs Júlíussonar. Það er þó óþarfi tel ég. Skilaboðin til hans frá forystu flokksins eru þó með þeim hætti í ráðherra- og nefndakapal flokksins, og ennfremur til Guðfinnu S. Bjarnadóttur, að ekki verður þú ráðherra eða nefndaformaður á fyrsta tímabili.

Kristján Þór fær mörg tækifæri sem varaformaður fjárlaganefndar. Þau verður hann að nýta og marka sér ný sóknarfæri. Auðvitað eru mikil vonbrigði hann varð ekki ráðherra. En hann verður greinilega að byggja sig upp á landsmálavettvangi. Það eru skilaboðin. Kristján Þór er keppnismaður, hefur alltaf sýnt það og sannað. Hann eflist til verkanna á nýjum vettvangi.

mbl.is Illugi varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég treysti engum betur en Geir til að skipta þessu vel upp og vandlega. Það eru aðallega annarra flokka menn og konur sem hafa áhyggjur og mestmegnis í þeim tilgangi að stuða mann og annann, læt mér það í léttu rúmi liggja.  Gangi þér vel í ferð þinni til Hornafjarðar og ég vona að dagurinn verði ykkur fallegur á kveðjustund afa þíns.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 17:18

2 identicon

Sæll

Áhyggjur manna ná þvert yfir flokka. Við skulum samt ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu Kristjáns. Hans tími mun koma. Sjálfstæðismenn hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki gert fleiri konur að ráðherrum. Það hefði verið gaman að sjá Ástu í heilbrigðisráðuneytinu.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:22

3 identicon

Kristján Þór er með mikla reynslu og ég efast ekki um það eina mínútu að hann muni takast á hendur ýmis ábyrgðarhlutverk þar sem sú reynsla nýtist. Mér finnst þetta óþarfa áhyggjur hjá Binga ef ég á að segja eins og er. Hitti Kristján Þór og Guðbjörgu í dag þegar ég fór í verslunarleiðangur og gat ekki merkt annað en hann tæki þessu öllu miklu betur heldur en álitsgjafar bloggheima virðast gera.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 19:57

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála Jóhönnu B. hér að framan; að heyra Framsóknarmann hafa áhyggjur af öðru en kaldakolinu í eigin ranni er í besta falli brjóstumkennanlegt. Grænt ku vera litur Framsóknar og það má til sanns vegar færa um þessar mundir - augu þeirra eru grænni en allt sem grænt er. Taparar.

Jón Agnar Ólason, 3.6.2007 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband