Valgerður minnir Kristján á kosningaloforðin

Það er töggur í Valgerði Sverrisdóttur. Það var gaman að sjá hana í fréttatíma í kvöld minna Kristján L. Möller, samgönguráðherra, á þingi á hið mikla kosningaloforð sitt í vor um að gjaldfrjálst verði í Vaðlaheiðargöngin. Eitthvað er Kristján orðinn rólegri í tali um það eftir kosningarnar og að hann tók sæti Sturlu Böðvarssonar í ríkisstjórn. Það loforð er mjög gleymt. Það er gott að á það sé minnt mjög vel. Valgerður ætlar sér greinilega að taka það hlutskipti að sér og finnst það greinilega ekki beint leiðinlegt.

Það er mikilvægt að Vaðlaheiðargöng fari á dagskrá fljótt og vel. Rétt eins og Kristján L. Möller lofaði okkur hér í kjördæminu á mjög oft og vel í vor. Það er honum ekki til sóma eigi að svíkja þau gullnu loforð strax kortéri eftir kosningar að setja göngin í ferli fljótt og vel. Það er í sjálfu sér mjög einfalt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki vandamál Stefán...ég reikna með að fjármálaráðherra verði jafn ákveðinn og skilningsríkur og þú og Kristján L Möller

Jón Ingi Cæsarsson, 5.6.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Þetta er rétt Stefán og góð taktík hjá Valgerði sem mætir galvösk í stjórnarandstöðu. Hún er málefnalegt eins og hún lofaði sem er gott mál, en oft var skortur á því í fyrrverandi stjórnarandstöðu.

Davíð Þór Kristjánsson, 5.6.2007 kl. 12:09

3 Smámynd: Gizmo

Vaðlaheiðargöng erukomin á dagskrá hjá samgönguráðherra því eins og hann sagði í hádegisviðtalinu á stöð2 í gær ætlar hann þegar sumarþini lýkur að fara og hitta forsvarsmenn Greiðrar leiðar og setja málið í fullan gang svo unnt sé að klára alla undirbúningsvinnu svo unnt verði að hefja framkvæmdir, fyrr en nauðsynlegum undirbúningsvinnu er lokið er ekkert hægt að gera.

Því fanga ég mjög yfirlýsingum Kristjáns um að hann ætli að hitta forsvarsmenn Greiðrar leiðar strax að loknu sumarþingi og setja málið þá á fulla ferð.

Það er því rangt hjá Valgerði og fleirum að þetta kosningaloforð hafi verið svikið, því eins og allir vita sem vilja vita þá er ekki hægt að ráðast í framkvæmdir nema nauðsynlegum undirbúningi sé lokið. Þeim undirbúningi er ekki lokið vegna peningaskorts Greiðrar leiðar og því mjög brýnt að úr því verði bætt svo unnt verði að ljúka rannsóknarvinnu og nauðsynlegum undirbúningi. 

Gizmo, 5.6.2007 kl. 16:58

4 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það var stærri þorskkvóti þegar loforðin voru gefin

Jón Sigurgeirsson , 6.6.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband