Launahækkun Davíðs Oddssonar til skammar

Davíð Oddsson Það var svolítið súrrealískt að heyra af kostulegri launahækkun seðlabankastjóranna í útvarpsfréttum. Heyrði fyrst þessar fréttir verandi staddur með veika útvarpsrás í gangi á þjóðveginum milli Hornafjarðar og Djúpavogs. Ætlaði varla að trúa þeim tölum sem þar voru kynntar. Mér finnst þessi launahækkun alveg gjörsamlega til skammar. Það er mjög einfalt mál í sjálfu sér.

Sýnu verst er hún augljóslega í tilfelli Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Þar er hækkunin gígantísk augljóslega. Erfitt annað en taka undir það. Seðlabankastjórinn er orðinn hærri í launum skv. þessari hækkun en sjálfur forseti Íslands. Strípuð eru launin orðin 1.400.000 krónur. Ég hef litið á netið eftir að ég kom heim en sé engar sannfærandi ástæður fyrir þessari hækkun. Þær eru fáar.

Mér finnst þetta sláandi hækkun, að mjög mörgu leyti. Það blasir við að þessar launahækkanir hafi áhrif í næstu kjarasamningum og þetta mun leiða til ólgu í samfélaginu, enda eru þessar hækkanir utan allra viðmiða og algjörlega út í hött miðað við allar lykilforsendur.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig að forsendur þessara mála þróast í kjölfarið. En þessi hækkun er ekki vinsæl og mun varla verða það. Enda eru forsendur engar sem hald er í fyrir henni. Það er bara þannig.

mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða, hvaða Stefán,

það var verið að leiðrétta launamun. Við viljum fá gott fólk í starfið. Til þess þarf samkeppnishæf laun. Mig langar að sjá mann í þessu starfi til framtíðar sem er samkeppnishæfur. Maður líkt og Bjarni Ármannsson færi nú ekki þarna inn fyrir einhverja þúsundkalla..

Þetta átt þú að vita! Stefán minn.

Annars, hvað ertu að gera á Austfjörðum?

Haltu þig nú norðanla

Ég var að heyja á Víkingavatni, jörðin sem ég ann, og í algjörri blíðu dag eftir dag rakaði ég saman grasi, málaði gólf og vitjaði neta. Þetta líf er flottara en allt annað líf, það þekki ég. Að sofna eftir erfiðan dag á engjum.!!!

Þessir karlar geta andað að sér peningum en ég andaði að mér lífinu.

Í Guðanna bænum látum þá vera Stefán minn!!

Peningar hvað? En Kennarar þurfa hærri laun svo mikið er víst! 

kveðja,

Jónína 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Jónína

Takk fyrir kveðjuna.

Ég var í fríi fyrir austan, búinn að vera þar í heila viku. Þetta var bara hrein afslöppun og notalegheit. Alltaf gaman að kúpla sig út úr öllu, hitta vini og kunningja og spá í öðru en hversdagnum bara. Þetta var virkilega fínt.

Þessi hækkun er alls ekki brennimerkt bara Davíð og ekki honum að kenna. Þetta er auðvitað ákvörðun bankaráðsins. Þetta er varhugaverð þróun að mínu mati. Enda mun þetta opna skriðu sem ekki sér fyrir endann á. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næst í þessum bransa, en kröfurnar eru alltaf meiri á öllum stöðum. Það er bara þannig. En mér finnst hækkunin vera sett á við vond tímamörk. Það verður fróðlegt að sjá menn verja hana, en mér finnst á framkomu stjórnarliða á þingi að það sé ekki beint auðvelt verkefni. Sjáum samt til.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.6.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Mér finnst þú miskilja þetta að vera ergja þig út í Davíð Oddsson hvað hann er góðum launum.

Enn það sem mér finnst skrýtið eru launamál hjá forsætisráðherra  eru lág það ættir þú frekar að snúa þér að og fá leiðrétt.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er bomba,og á ekki við alls ekki,Halli Gamli/P/s hafðuða gott i friinu

Haraldur Haraldsson, 7.6.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Einar Jón

það var verið að leiðrétta launamun. Við viljum fá gott fólk í starfið. Til þess þarf samkeppnishæf laun.

Það er skandall að þessi laun skuli bara rétt hafa  slefað upp í tíföld lágmarkslaun - ekki satt?

En við hvað eiga þessi laun að vera samkeppnishæf? Finnur Ingólfsson og Davíð Oddson völdu sjálfa sig sem bestu mennina í starfið, svo að samkeppni er ekki orðið sem ég tengi við starf seðlabankastjóra...

Einar Jón, 7.6.2007 kl. 22:31

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú var ég aldeilis hissa á henni Jónínu Ben jafn skörp og hún er. Hvað er hún að tla um Bjarna Ármann eða samkeppnishæf laun?? Það er engin nein samkeppi um þetta starf í seðlabankanum. Það hafa alltaf verið skipaðir úreltir pólitíkusar í starfið.  Allt fjas um samkeppni er fjarstæðukennt.

Svo einfalt er það. 

Sigurður Þórðarson, 8.6.2007 kl. 06:31

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er nú óttalegur stormur í Vatnsglasi.

Fannar frá Rifi, 8.6.2007 kl. 08:17

8 Smámynd: Baldvin Z

Maður hefur þurft að sækja sínar launahækkanir sjálfur.  Það væri nú gott að hafa svona nefndir til að skammta manni launahækkanir.  Ekki er ég viss um að Davíð sé hrifin af þessu

Baldvin Z, 8.6.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband