Egill Helgason orðinn Moggabloggari

Silfur Egils Það hefur gengið á ýmsu síðustu dagana á milli Egils Helgasonar og 365, eftir að Egill yfirgaf fjölmiðlaveldið. Vefnum hans á vísisvefnum var lokað með dramatískum hætti. Nú er Egill kominn í besta félagsskapinn af þeim öllum á Netinu; hingað á Moggabloggið. Það er mjög gott að fá hann í hinn fjölmenna hóp sem hér skrifum.

Ég var að koma heim til Akureyrar eftir vikuferð um Austurlandið. Þar spilaði tölva litla rullu. Ég fór ekki með fartölvuna í ferðina, ákvað að hvíla hana heima og hafa þetta notalegt og rólegt. Enda er lítið frí þar sem tölvan er á eftir manni daginn út og inn. Ég las þó blöðin eftir því sem þar var við komið. Fannst áhugavert að lesa um dramatíkina á milli Egils og 365. Er að sjá meira af þessum hasar nú þegar að heim er komið og farið er yfir bloggskrif og pælingar um þennan hasar. Skil ekki beint í 365 að ætla að reyna að binda Egil með fógetavaldi á sinn kláf. Það gengur aldrei upp. Ímyndarlega er þetta mál einn dísaster fyrir veldið.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næst. Um daginn þegar að ég komst í tölvu hjá Ólöfu vinkonu minni austur á Egilsstöðum á laugardagskvöldið páraði ég aðeins um vistaskipti Egils. Líst vel á þau og enn betur á að hann sé kominn hingað í bloggsamfélagið. Hann er öflug viðbót í hópinn svo sannarlega.


mbl.is Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hvað er eiginlega í gangi!

Ég hélt að blogg væri tákn frelsis til tjáningar. Af hverju er verið að útiloka manninn frá því að blogga hjá Vísi þó hann sé uppá kannt við fyrri atvinnuveitendur sína? Er þetta ekki bara argasta ritskoðun? Það á að vera hægt að greina milli bloggarans og blaðamannsins. Eða hvað?

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.6.2007 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband