George W. Bush sýpur bjór í Heiligendamm

George W. Bush Það vakti talsverða athygli heimspressunnar þegar að George W. Bush sást drekka bjór á G8-leiðtogafundinum í Heiligendamm fyrir nokkrum dögum. Það er varla óeðlilegt enda hefur mikið verið úr því gert út í frá alla forsetatíð hans að Bush hafi ekki smakkað áfengi árum saman.

Allt frá því að talað var um fortíð hans í forsetakosningunum 2000 og dregið var fram í dagsljósið á elleftu stund kosningabaráttunnar uppljóstranir um að hann hefði verið tekinn við stýrið undir áhrifum hefur það verið leiðarstef að hann væri þurr og hefði verið allt frá 1976 er fyrrnefnt atvik átti sér stað. Margir hafa talið að einlæg framkoma hans við uppljóstranirnar árið 2000 hafi tryggt honum fjölda atkvæða og skipt máli á sigurstundinni.

Það vakti mikla athygli daginn eftir bjórdrykkjuna að Bush var sagður hafa magaverki og gat ekki komið fram fyrir hádegi þann dag vegna þessa. Til að fyrirbyggja misskilning og kveikja upp sögusagnir var fullyrt að bjórdrykkja hefði ekki verið ástæða þess og að forsetinn hefði drukkið óáfengan bjór á meðan að aðrir borðfélagar í frjálslegu garðspjalli leiðtoganna við hótelið hafi drukkið ekta bjór.

Þrátt fyrir það var þetta kostulegt fjölmiðlamóment og vakti sögusagnir sem erfitt var að þagga niður og grassera eflaust meir í Evrópuferð forsetans þessa dagana, þar sem hann á erfitt með að liggja slappur í magakveisu, af hvaða völdum sem það annars er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband