Súrsætt fjölmiðladrama í Hollywood

Paris Hilton Það er ekki beint að sjá að hið súrsæta fjölmiðladrama um Paris Hilton sé að fara að linna. Það var kostulegt að sjá vísir.is sýna beint frá öllu dramanu þegar að hún var sótt í dómhúsið. Ég verð að viðurkenna að þá fannst mér þetta fara algjörlega út í móa. Leit þó aðeins á þetta í eina örskotsstund og sá bara lögreglubíl á fullri ferð keyrandi um eitthvað breiðstrætið og einhvern óskiljanlegan þul að kyrja í bakgrunni.

Það er kostulegt að fylgjast með of-umfjölluninni um þetta mál. Þetta að sýna þennan farsa í beinni var svona aðeins over the top. Það er reyndar stundum svolítið spes að fylgjast með umræðunni um líf stjarnanna í glysheimum. Áhugi pressunnar á lífi þeirra virðist æði oft ótakmarkaður. Gott dæmi um fórnarlömb glamúrsins sem verða margtuggnar er Paris Hilton einmitt, aðrir nefna eflaust þær Britney Spears og Anna Nicole Smith. Sú síðarnefnda dó í kastljósi fjölmiðlanna og fylgst var með örlögum líkamsleifa hennar meira að segja í fjölmiðlum.

Ég ætla að vona að við fáum öll hinn vænsta frið af Paris meðan að hún afplánar dóminn sinn, segi ekki annað. Efast þó stórlega um að sú verði raunin.

mbl.is Hilton send aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Trúðu mér, ef hún prumpar í fangelsinu munum við heyra af því....... og Mogginn mun sjá til þess!

Eva Þorsteinsdóttir, 9.6.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tugthúsdrama bandarískrar klámmyndahækju er þróttmeira fréttaefni íslenskrar fjölmiðlapressu en harmleikur vestfirskra byggða.

Árni Gunnarsson, 9.6.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband