200 ára afmælis Jóns forseta minnst árið 2011

Sólveig Pétursdóttir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli í gær að skipuð hafi verið nefnd undir formennsku Sólveigar Pétursdóttur, fyrrum forseta Alþingis, til að undirbúa hvernig minnast eigi 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar eftir fjögur ár, þann 17. júní 2011.

Það er ánægjulegt að halda eigi vel upp á afmæli Jóns. Hann var sjálfstæðishetja þjóðarinnar. Án hugsjónar hans, hugrekkis og framsýni hefðum við orðið mun fátækari að öllu leyti. Enda er hans framlags minnst með áberandi hætti, afmælisdagur hans varð þjóðhátíðardagur Íslands og hann sjálfur er því auðvitað í lykilhlutverki á þessum degi.

Ég fagna því að Sólveig Pétursdóttir, fyrrum forseti Alþingis, stýri þessari nefnd. Hún hefur leitt starf þingsins og unnið lengi á vettvangi stjórnmála. Þau tengsl koma að góðum notum við skipulag þeirra verkefna sem fylgja þessu nefndastarfi við að minnast ævi og verka Jóns Sigurðssonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband