Algjörlega til skammar

Það er ekki á hverjum degi sem við heyrum sögur þar sem hjón á áttræðisaldri skilja, eflaust eftir langa sambúð. Fannst því merkilegt að sjá þessa frétt. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða að þau voru hvött til þess að skilja af hagkvæmnisástæðum til að bæta stöðu sína, bæta kjör sín og bætur frá hinu opinbera. Það er nú ekki beysin staðan í dag ef að hjón eru sérstaklega hvött til þess að skilja, verandi komin á gamals aldur, bara til þess eins að geta lifað sómasamlegu lífi.

Mér finnst það ekki þægileg tilhugsun í þessu samfélagi ef svo er komið að fólk á efri árum lifir þægilegra og betra lífi eins síns liðs heldur en í hjónasæng. Þetta er allavega verulega dapurlegt dæmi sem þarna blasir við, sem er varla hið eina sinnar tegundar. Þetta er að mínu mati hreint og beint til skammar.

mbl.is Hagkvæmnisskilnaður á áttræðisaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála Stebbi; það er eitthvað mikið að hjá okkur ef eldra fólk tapar á því fjárhagslega að eyða ævikvöldinu með lífsförunaut sínum til ára eða áratuga. Hvernig má þetta vera?!

Jóhanna Sigurðardóttir verður að kanna þetta og gera bót þessu. Við svo búiðgetum við ekki unað.

Jón Agnar Ólason, 17.7.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski það komi að því að við öryrkjahjónin skiljum og þó nei, ég vil vera gift, það á að breyta reglunum. Yndislegt að vera á Aey.Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stefán Friðrik.við getum bara kent okkur Sjalfstæðismönnum um við eru bunir að vera í Rikstjórn i 16 ár við verðum að taka á þessu öll,engin afsökun lengur/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.7.2007 kl. 13:00

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Halli gamli hittir naglann á höfuðið: Flokkurinn ykkar verður að hysja upp um sig buxurnar. Svona meðferð á öldruðum á ekki að líðast. Það er nóg komið! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.7.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er umhugsunarefni.
Ekki samt ástæða til að einhver einn stjórmálaflokkur axli ábyrgð á þessu.

Óðinn Þórisson, 17.7.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband