TF-Sif nauðlendir - skelfilegar fréttir

TF-Sif Það var skelfilegt að heyra fréttir af því síðdegis að TF-Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefði lent í sjónum rétt við Straumsvík, enda fylgdi ekki með sögunni hver örlög þeirra sem voru um borð hefðu orðið. Það var því auðvitað mjög notalegt að fá þær fréttir síðar að engin meiðsl hefðu orðið á þeim fjórum einstaklingum sem um borð voru.

Það er gleðiefni að allt hafi því farið vel hvað það varðar. Það er það sem mestu skiptir auðvitað. En í kjölfarið blasir auðvitað við að TF-Sif er ónýt eftir þetta slys. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur þegar haft samband við franska þyrluleigu um að fá aðra þyrlu í þyrluflota Landhelgisgæslunnar.

Það er full þörf á að bæta flotann og hefur verið starfandi nefnd til að vinna í þeim efnum. Nú þarf að fá enn eina þyrluna til. Það er mikilvægt að Gæslan sé vel búin og vel hlúð að henni, enda er hún okkur mikilvæg á örlagastundum þar sem hver mínúta getur skipt máli varðandi björgun fólks.

mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband