Hundurinn Lúkas á lífi

Ljóst er nú að hundurinn Lúkas sem leitað var að í síðasta mánuði, og talinn var hafa verið drepinn um þjóðhátíðarhelgina, er á lífi. Það gekk mikið á í þeim mikla fjölmiðlastormi sem fylgdi því öllu. Nafn ungs manns var gefið upp á vefsíðu og hann sakaður um að hafa ráðið hundinum bana. Í kjölfarið var honum hótað lífláti með mjög ógeðfelldum hætti og ráðist var ekki aðeins að viðkomandi manni, heldur og í senn fjölskyldu hans. Það varð mjög lágkúrulegt og dapurlegt mál, enda leysti engin vandamál að hóta viðkomandi manni alls ills.

Það er vissulega mjög gleðilegt að hundurinn sé lifandi og þessu máli ljúki vel og ánægjulega að því leyti til. Eftir standa þó auðvitað þær hótanir og lágkúra sem beint var gegn manninum sem sakaður var um að hafa drepið hundinn, sakaður með mjög harkalegum hætti um verknað sem aldrei fór fram. Í því ljósi væri auðvitað eðlilegast að viðkomandi aðilar bæðu þennan mann afsökunar, enda hlýtur honum að hafa liðið skelfilega meðan á þessu gekk.

mbl.is Hundurinn Lúkas á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vona bara að blessaður drengurinn fái uppreisn æru.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Dómstóll götunnar fékk ærlega á baukinn núna..........gott á hann! Ég bloggaði líka þessa frétt.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 19:24

3 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það verður sennilega seint tekið á mannorðsmálum frekar en öðrum málum í þessu réttarkerfi.

Ásta María H Jensen, 16.7.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Linda. ég get fengið einhvern með mér sagt við fréttamenn að ég hafi séð þig fórna ungabörnum á altari (gróft dæmi en vonandi skilar það sér). Ég get verið að ljúga þess upp á þig því mér er illa við þig eða á eitthvað sökótt við þig, svona bara til þess að koma höggi á þig.

Orð gegn orði réttlætir aldrei þann offorsa og kvalalosta sem fréttamiðlar landsins þutu upp með.

Dómsstóll götunar á aldrei rétt á sér. 

Fannar frá Rifi, 17.7.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband