Mikilvæg ályktun frá bæjarstjórn Akureyrar

Hermann Jón, Kristján Þór og Sigrún Björk Ég fagna því mjög að bæjarstjórn Akureyrar hafi, á fundi sínum í gær, sent frá sér ályktun vegna skerðingar á aflaheimildum. Við hér á þessu svæði förum illa út úr því öllu, enda glatast hér 8.000 tonna þorskkvóti með þessum ákvörðunum. Það er mikið högg og það er mikilvægt að láta í sér heyra með áberandi hætti og ræða málin hreint út.

Það kom mér reyndar talsvert á óvart hversu lítil umræða var um þessa ályktun í bæjarstjórn. Aðeins Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls um ályktunina af hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en allir minnihlutafulltrúar nema Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans, tóku til máls. Það vakti mikla athygli mína sérstaklega að enginn fulltrúi Samfylkingarinnar sá sér fært að taka til máls.

Stór þáttur þessa er auðvitað mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það er mjög áberandi að þar er ekki gert ráð fyrir að flýta lengingu Akureyrarflugvallar eða Vaðlaheiðargöngum, þrátt fyrir fögur fyrirheit Kristjáns L. Möllers, samgönguráðherra, fyrir alþingiskosningar. Þrátt fyrir að Ásgeir Magnússon, stjórnarmaður í Greiðri leið, hafi setið bæjarstjórnarfundinn tók hann ekki til máls. Það gerði ekki heldur Kristján Þór Júlíusson, fyrsti þingmaður kjördæmisins, sem stýrði fundi.

Reyndar hefur Kristján Þór tjáð sig afgerandi áður um hversu afleitt það er að þessi mál hafi ekki komist á dagskrá fyrr en ella, vegna þess hversu mikil skerðing verður hér á þorskkvóta. Það er auðvitað mjög undarlegt ef bæjarfulltrúar meirihlutans taka ekki til máls með harkalegri hætti á fundum bæjarstjórnar um þessi mál en þarna sást. Sérstaklega er þögn fulltrúa Samfylkingarinnar kostuleg.

mbl.is Bæjarstjórn Akureyrar ályktar vegna skerðingar á aflaheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn...hvað er kostulegt við það fremur en þögn Sjallanna. Bæjarstjóri kynnti ályktunina fyrir hönd meirihlutans og mér sýnist að Sjálfstæðismenn og Samfylkingarmenn teldu hana segja það sem segja þurfti. Þú ferð stundum mikinn í ályktunum

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað á að ræða þessi mál almennilega og fara yfir stöðuna. Til þess eru þessir fundir að fara yfir stöðuna. Er alveg sama hvor flokkurinn það er, en mér fannst það þeim báðum til skammar að ræða ekki betur um þetta og fara yfir málin. Ég fagna auðvitað þessari ályktun, en það hefði þurft að fara fram betri umræða á þessum fundi. Þetta segi ég sem íbúi hér. Svo er kominn tími til að samgönguráðherrann fari nú að standa við kosningaloforðin sín.

6. maí sl. skrifaði Kristján L. Möller á vef sinn:
“Töfin á framkvæmdunum (við Vaðlaheiðargöng) er því algjörlega áhugaleysi Sturlu um að kenna. Ég tel að hefja eigi framkvæmdirnar sem allra fyrst og að hægt sé að vinna upp tafir og áhugaleysi núverandi samgönguráðherra og hefja framkvæmdir sumarið 2008 og að þeim ljúki 2010.” Svo mörg voru þau orð sex dögum fyrir alþingiskosningar."

Nú reynir á ráðherrann. Er það ekki Jón Ingi?

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.7.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Gizmo

Er ekki bara sumarið 2007 núna Stefán ?

Er ekki rétt að bíða með allar yfirlýsingar allavega þangað til þá? Voru þessar flýtiframkvæmdir ekki allar ríkisframkvæmdir en Vaðlaheiðargöng eiga að vera einkaframkvæmd ?

Gizmo, 18.7.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég verð nú að benda þér á það Gizmo að Samfylkingin í Norðausturkjördæmi talaði fyrir því í kosningabaráttunni hér í vor að Vaðlaheiðargöng yrðu ríkisframkvæmd. Hefurðu ekki heyrt það?

En samt sem áður þarf að setja þessi göng á dagskrá og það eru mikil vonbrigði að ráðherrann hafi ekki enn gert það með áberandi hætti.

Lenging flugbrautarinnar hefði verið mikils virði eitt og sér og mikil vonbrigði að því var ekki flýtt, mikil vonbrigði.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.7.2007 kl. 22:24

5 Smámynd: Gizmo

Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið greinina sem þú vitnar í á vef Kristjáns frá því 6. maí sl. nægilega vel en þar kemur fram:

"Í máli Sturlu kom einnig fram að ég væri á móti einkaframkvæmd, þar grunar mig að hann tali gegn betri vitund. Ég hef margoft lýst því yfir að einkaframkvæmd komi til greina, það sem mestu skiptir er að byrja sem fyrst og að við opnun gangnanna þá verði það vegfarendum að kostnaðarlausu að aka þau."

Því spyr ég Stefán, hefurðu ekki heyrt það ? 

Gizmo, 19.7.2007 kl. 00:28

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kristján hefur rásað fram og til baka, eins og hans er oft von og vísa. Hann hefur sagt bæði en kosningaútspil Samfylkingarinnar var skýrt. Það var hinsvegar hlægilegt útspil sem mun aldrei ganga upp. Kristján nöldraði út í eitt gegn Sturlu. Nú reynir á hann. Mér líst ekki á byrjun hans. Það sem okkur vantar eru alvöruframkvæmdir. Við missum hér 8000 tonna þorskkvóta og það dugar ekkert blaður. Það þar aðgerðir. Afhverju var ekki flýtt að lengja völlinn?

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.7.2007 kl. 00:41

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn...andaðu með nefinu...þetta kemur allt saman

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2007 kl. 10:55

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Anda með nefinu? Hverslags svar er nú þetta? Ertu ekki sammála mér í því Jón Ingi að aðgerða sé þörf sem fyrst í þessum efnum? Hversu lengi á að bíða eftir þessum framkvæmdum?

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.7.2007 kl. 11:05

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svarið þýðir einfaldlega að unnið er að málum og tilkynnt verður um þau ásamt mörgum öðrum sem eru í vinnslu...td aðgerðum í mennta og fjarskiptamálum. Það er svo skrambi erfitt að gera allt í einu og ég held að við verðum að virða ríkisstjórn það til vorkunnar um hásumarið eða hvað ??? Þú ert farinn að sounda eins og frúin á Lómatjörn

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2007 kl. 11:12

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það eina sem skiptir máli í þessum efnum er að tekið verði af skarið sem fyrst. Það er lykilmál að mínu mati. Ég fæ ekki séð að það eigi að vera nein átök eða umræður um þessi mál hér. Við eigum öll að vera sammála um það hvað eigi að gera. Það er hinsvegar mikilvægt að minna á það sem þarf að gera. Því ef að við sofnum á verðinum er giska vonlaust að aðrir taki vaktina að sér fyrir þetta svæði.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.7.2007 kl. 11:15

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Treystu mér...það er verið að vinna að þessum málum á fullu...hvað sem kemur út úr því og hvernig veit ég ekki ennþá frekar en þú.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2007 kl. 11:19

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er auðvitað mikilvægt. Við eigum ráðherra, sem ætti að koma sér vel fyrir okkur. Reyndar er hann bara einn, en það ber vel í veiði þar sem hann er samt, enda er hann samgönguráðherra. Nú verðum við að vona að hann verði sá lukkufengur sem hann auglýsti sig sem fyrir kosningar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.7.2007 kl. 11:23

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki spurning og nú reynir á fjármálaráherrann...hann á að borga sjáðu til. Það er ekki nóg að hafa góðar hugmyndir það þarf fjármagn í framkvæmdir og það hlýtur að koma úr fjármálaráðuneytinu trúi ég.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2007 kl. 11:26

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Að sjálfsögðu þurfa öllum raunsæjum markmiðum að fylgja peningar. Draumar þurfa vængi til að verða meira en draumurinn einn. Ég get ekki ímyndað mér annað en að við eigum hönk í bakið á stjórnvöldum. Við missum 8.000 tonna þorskkvóta á einu bretti. Ef það verður ekki eitthvað horft til okkar eru menn ekki beysnir finnst mér. En eins og ég segi vona ég auðvitað hið besta, við fáum báðar þessar samgönguframkvæmdir í gegn sem allra fyrst og skýr merki um það. Þetta eru lykilmál hér fyrir öllu öðru, það voru allir sammála um það í kosningabaráttunni í vor. Nú þarf bara að fá vængi á draumana okkar hér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.7.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband