Fólksfjöldamet slegið á Laugardalsvelli

Kaupþing Aldrei hafa fleiri verið saman komnir á Laugardalsvelli en nú á afmælistónleikum Kaupþings. Yfir 30.000 manns njóta þar sannkallaðrar tónlistarveislu. Er það eiginlega alveg unaðslegt að horfa á tónleikana, sérstaklega nú þegar að farið er að dimma og sviðið og stemmningin verða eins og best verður á kosið. Alveg frábært!

Nú er Garðar Thor Cortes á sviðinu. Hann söng t.d. Nessun Dorma og það var algjörlega frábær flutningur. Lagið er með þeim bestu í tónlistarsögunni og það naut sín vel í kvöldrökkrinu á þjóðarleikvangnum. Nú eru Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens að fara að syngja og það verður ábyggilega algjört dúndur.

Af hverju eru svona frábærir tónleikar ekki haldnir oftar á þjóðarleikvangnum? Ekki hægt að spyrja öðruvísi. Þetta er of flott dæmi til að það verði einstakt, svona stóra tónleika á halda oftar í Laugardalnum.

mbl.is Aldrei fleiri á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband