Þjóðsöngurinn hans Bubba klikkar aldrei

Bubbi MorthensÞað leikur enginn vafi á því að afmælistónleikar Kaupþings á Laugardalsvelli í kvöld voru skemmtilegustu tónleikar hérlendis á síðari árum. Þar small allt vel saman og mikill fjöldi var í Laugardalnum eða horfði á heima í stofu um land allt. Þetta voru sannkallaðir þjóðartónleikar. Flottur og veglegur pakki sem ber að þakka Kaupþingi fyrir að færa okkur öllum. Þetta var tær snilld.

Hápunktur kvöldsins var án nokkurs vafa þegar að Bubbi Morthens sté á svið. Hann var pólitískur, lifandi og hress, eins og hann á að sér að vera bara. Það er eftirminnilegt þegar að hann gladdist yfir endalokum stjórnmálaferils Halldórs Ásgrímssonar á afmælistónleikunum í Höllinni sem voru á sexy-asta degi seinni tíma, 06-06-06. Í kvöld lét hann skoðanir sínar á ferjumálum og klúðrunum tengdum þeim gossa á prime sjónvarpstíma. Gaman af því bara.

Þjóðsöngurinn hans Bubba klikkar aldrei. Hann var langbesta atriði kvöldsins. Stál og hnífur er fyrir löngu orðin sameign okkar allra. Frábært lag, eitt helsta einkennislag kóngsins og það naut sín best allra laga í kvöld. Bubbi söng líka Afgan, lag sem er algjör brilljans, og tók fleiri góð lög af ferlinum. Þetta var það allra besta í kvöld. Það var líka gaman af Stuðmönnum og Bo Hall að taka Tætum og tryllum. Krafturinn í þeim Stuðmönnum er sannarlega enn til staðar.

Hef áður í kvöld vikið að Garðari Thor. Hann er söngvari á heimsmælikvarða og notalegt að hlusta á hann syngja bæði Nella Fantasia (eftir meistara Morricone) og hið undurljúfa Nessun Dorma. Páll Óskar opnaði kvöldið með sínum frábæru sumarsmellum sem eru svo sannarlega orðin sameign þjóðarinnar nú þegar, enda var tekið undir af krafti. Páll Óskar var mjög góður kynnir kvöldsins, lifandi og hress eins og hans er von og vísa. Lúxor komu svo mjög á óvart, lofaði góðu að heyra í strákunum. Nylon voru ágætar og sungu þrjár í fyrsta skipti.

Heilt yfir var þetta frábær pakki - tónleikar sem lengi verða í minnum hafðir. Svona tónleika þarf að hafa oftar á þjóðarleikvangi okkar. Það sést vel af tónlistarveislu kvöldsins að fólk vill fá að njóta góðrar tónlistar og þetta er nákvæmlega staðurinn sem hentar vel.


mbl.is Umferð gengur vel úr Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég var ekki eins ánægður og þú.  Enda er ég öfgamaður þegar kemur að músík.  Eins og fleiru. 

  Ég missti af SSSól og Todmobile.  Hljómsveitum sem ég hef alltaf jákvæða afstöðu til.  Ég bý við Laugardalsvöll og heyrði hljómleikana inn um gluggann hjá mér. Ég á ekki sjónvarp og nota það ekki nema á netinu.

  Luxor heyrðist mér toppa leiðindi Nylons.  Báðir sönghóparnir voru auðheyranlega með músíkina á disk eða úr tölvu.  Hallærislegra getur það varla orðið.  Ég veit ekki hvernig þessir sönghópar afgreiddu dæmið á hljómleikunum.  Sennilega með danssporum eða ljósashowi.

  Bubbi var flottur.  Einn með kassagítarinn.  Hann kann öll trixin eftir 27 ár á toppnum.  Skil samt ekki af hverju hann var ekki með hljómsveit með sér á svona stórum hljómleikum. En,  ókey.  Hann réði við dæmið.

  Ég heyrði ekki betur en Stuðmenn væru með 3 hljómborð + trommur. Bassinn var spilaður á hljómborð.  Enginn gítar.  Átta mig ekki á hvað gekk á.  Ég hef svo sem aldrei verið aðdáandi Stuðmanna og varð það ekki í kvöld. 

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 03:55

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta vara bara gott ,og tókst vonum framar/gef þessum tónleikum svona 7/10 i heildina/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.8.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Gleymdi reyndar að tala um Todmobile, því er verr og miður. Alltaf verið mikill aðdáandi. Þau stóðu sig rosalega vel og voru með eitt besta atriði kvöldsins. Einfalt mál það.

Stuðmenn hafa lengi verið umdeildir en þeirra frammistaða þarna var svo sannarlega umdeild. Hef annars alltaf verið aðdáandi þeirra. Hefði samt verið skemmtilegra ef Valgeir hefði verið með þeim. Svo hefur stemmningin í kringum þá dofnað mikið eftir að Ragga hætti. Það er einfalt mál. Það voru hæðir og lægðir í lagapakkanum þeirra. Misjöfn lög. Sígildu lögin best en samt misjafnt í heildina.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.8.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband