Menningarleg stemmning í Reykjavík

Reykjavík Í dag eru 221 ár liðin frá því að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og ellefu ár frá því að menningarnótt var haldin í fyrsta skipti í Reykjavík. Nú er komið að þessari árlegu og vel heppnuðu menningarveislu borgarbúa þetta árið. Ég hef lengi sagt að eitt af því besta sem R-listinn hafi gert á tólf ára valdaferli sínum hafi verið að byrja með menningarnóttina. Ég hef upplifað nokkrum sinnum menningarnótt og alltaf haft gaman af, en er nú samt heima þetta árið - mæti kannski næst!

Við Akureyringar höfum tekið upp sama sið og höldum menningarhátíðina Akureyrarvöku helgina á eftir því að Reykvíkingar fagna menningarnótt. Það hefur lífgað vel upp á bæjarbraginn hér eins og fyrir sunnan, enda er alltaf þörf á að hafa gaman af lífinu og njóta góðrar menningar í víðtæku formi. Þetta er því sama bæjarhátíðin hér og fyrir sunnan. Þetta er pottþétt uppskrift að gleði sem Reykvíkingar hafa samið og hún hefur virkað vel hér fyrir norðan líka.

Vona að allir hafi gaman á menningarnótt fyrir sunnan og njóti vel lífsins með sannkölluðum menningarbrag.

mbl.is Gengur „virkilega vel“ á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband