Frábært grillsumar

Grillmatur Það er ekki hægt að segja annað en að sumarið hafi verið frábært. Veðrið hefur verið eins og best verður eiginlega á kosið. Lítið sem ekkert hefur eiginlega rignt. Það eru eflaust ekki allir ánægðir með það, sérstaklega bændur, en heilt yfir held ég að flestir séu sælir. Það er fátt betra á fögrum sumardegi en að grilla og það hefur svo sannarlega verið gert oft hér í sumar.

Í gær smakkaði ég grillað hreindýrakjöt. Hafði aldrei prófað það áður með þeim hætti. Það var algjörlega frábært og kom mjög vel út. Það er alltaf gott að prófa eitthvað nýtt. Hinsvegar hefur það verið fínt síðdegis að taka þann valkostinn að grilla hamborgara eða pylsur eða fá sér grillað lamba- eða svínakjöt. Þetta klikkar aldrei og er notaleg og góð eldamennska. Skemmtileg tilbreyting frá öðru.

Það kemur ekki að óvörum að á svo góðu sumri sé metsala á kjöti á grillið. Mér skilst að metsala hafi verið víða. Til dæmis heyrði ég fréttir af því um daginn að allt grillkjöt hefði selst upp hjá Norðlenska og gósentíð hefur væntanlega verið þar eins og annarsstaðar í sumar. Þetta er enda besti valkosturinn á fögru sumarkvöldi og eðlilegt að gott sumar þýði um leið gott grillsumar.

mbl.is Segja nýliðinn júlí besta grillmánuð Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála, þetta hefur verið himneskt grillsumar og flest sett á grillið sem nöfnum tjáir að nefna. Best af öllu var þó hreindýrasteik frá snillingi nokkrum á Húsavík en það bragðaði ég þegar ég var á ferðalagi um landið í sumar og gisti nokkrar nætur á Svalbarðseyri. Þvílíkt leiftrandi lostæti! Mun gera mér far um að verða mér úti um þessa snilld þegar færi gefst héðan af. Og ekki er hreindýrapaté minna sælgæti... 

Jón Agnar Ólason, 20.8.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alveg sammála Jón Agnar. Magnað kjöt. Mun betra grillað en mér hafði órað fyrir eiginlega. Prófa þetta aftur við tækifæri.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.8.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband